Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 46
ábyrgð kvenna. í hjúkrunarstarfinu hafa kristallast allar helstu hugmyndir vísindasögunnar frá pósitívisma til fyrirbærafræði og póststrúktúralisma - og síðast en ekki síst hefur starfið borið í sér hina eldfimu umræðu um kyngervi, eiginleika sem konum og ekki körlum hafa verið eignaðir, og alla þá spennu sem þeirri umræðu fylgir. Okkur sem hér sitjum kann að þykja það makalaust að enn þurfi að takast á við eðlishyggjuorðræðuna um hjúkrun sem kvennastarf sem konum sé eiginlegt og eðlislægt vegna meðfæddra hæfileika í umhyggju og umönnun. Starf sem karlar sinna ekki af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru „öðruvísi" en konur. Innan fræðanna viljum við trúa að þetta sé Iöngu úrelt sjónarmið, en fæð karla í hjúkrun og viðhorfin sem hún endurspeglar eru til marks um að þessar hugmyndir lifi góðu lífi úti í þjóðfélaginu. Nálgun mín á bók Kristínar skýrist af bakgrunni mínum, annars vegar í fræðum um sérfræðihópa (m.a. fræðikenninga um faghópa og sérfræðinga) og hins vegar í kynjafræði. Fræðimenn hafa lengi deilt um hvað felist í fagþróun og hvaða starfsstéttir beri að telja til faghópa eða sérfræðihópa. Kristín gerir góða grein fyrir hvernig skilgreiningar á sérfræðihópum höfðu lengi vel hinar þrjár lærðu stéttir, lækna, presta og lögfræðinga, sem viðmið. Þessar stéttir voru hafnar upp í æðra veldi og lögðu grunninn að þeim lágmarkssamnefnara sem stétt þurfti að uppfylla ef hún átti að ná máli sem sérfræðihópur. Meðal þeirra sérkenna voru sértæk þekking, þjónustulund og skyldur við skjólstæðinga. Félagsfræðingurinn Amitai Etzioni skrifaði árið 1969 fræga bók um kennara, hjúkrunarkonur og félagsráðgjafa þar hann reyndi að rökstyðja þá skoðun að þessar stéttir gætu ekki fagvæðst (The Semi-Professions and Their Organizations. Teachers, Nurses, Social Workers). Ástæðan var sú að þær gátu ekki þróað sinn eigin sértæka þekkingargrunn heldur lifðu á þekkingu annarra stétta. Bók Kristínar afsannar rækilega þessar hugmyndir. Hún rekur uppruna hjúkrunar allt aftur á nítjándu öld og finnur að þekkingarlegar og hugmyndalegar rætur hennar liggja víðar og dýpra í sögunni en oft er talið. Rétt eins og kvennasagan var mikilvæg fyrir sjálfsmynd kvenna er hin ósagða saga hjúkrunar mikilvæg fyrir sjálfsmynd hjúkrunarstéttarinnar í dag. Hugmyndir Etzioni voru kirfilega Iæstar í eðlishyggju og það var fleira en meintur skortur á eigin þekkingarbrunni sem stóð kvennastéttum fyrir þrifum að hans mati. Meðal þess er þörfin fyrir að sýna öðru fólki hjálpsemi og mannúð (m.ö.o. að Iifa fyrir að hjálpa öðrum). Hjálpsemi af þessu tagi drifin áfram af persónulegri þörf fyrir samskipti við skjólstæðingana, þetta var tilfinningaleg tjáning sem veitir umbun í sjálfu sér. Þetta aðgreindi Etzioni skýrt frá þjónustulund alvörusérfræðinga, sú þjónustulund væri tæki frekar en markmið í sjálfu sér. Tengsl alvörusérfræðinga við skjólstæðinga sína áttu að vera takmörkuð og brotakennd og einkennast af tilfinningalegu hlutleysi. Persónuleg tengsl og tilfinningar voru taldar fagmennsku óviðkomandi og jafnvel álitnar skaðlegar (sbr. tilhneigingu læknisfræðinnar til að hluta einstaklinga í aðskilda Iíkamsparta sem eru síðan læknaðir hver fyrir sig). Etzioni setti sína fræðikenningu fram seint á sjöunda áratugnum og það væri óskandi að við gætum sagt að þetta væri hugsunarháttur liðinnar aldar, en allt of margt bendir til að svo sé ekki. Nýjar nálganir hafa að sjálfsögðu leyst þessar af hólmi en hugmyndirnar og andblærinn hafa sannarlega lifað. I dag er sjaldgægt að karllæg sjónarmið séu eins grímulaus og hjá Etzioni en enn hafa viðhorfin á sér andblæ elítisma og valds. Sérfræðiþekking er upphafin og sveipuð dulúð með orðum eins og óhlutdrægni, ópersónuleika og sérhæfni. í nýrri kenningum er enn að finna ákveðna fyrirlitningu á því nána samneyti við skjólstæðinga sem gjarnan einkennir kvennastéttirnar (sbr. Abbott, 1988; MacDonalds, 1995). Þegar þetta er skoðað frá kynjafræðilegu sjónarmiði liggur skýringin ekki í störfunum sjálfum, eins og Kristín rekur svo vel í bók sinni, heldur því að lengi vel höfðu engin góð hugtök verið sett fram til að ná almennilega utan um þá hæfni og sértæku þekkingu sem þessi störf krefjast. Við getum orðað það þannig að kenningarnar og hugtakaforðinn hafi einfaldlega verið blindur á hæfni þessara stétta. Bók Kristínar sýnir að þekkingarþróun í hjúkrun, þróun á hugmyndum og aðferðum, er gríðarlega flókin og háþróuð og byggist á vel ígrundaðri vísindaheimspekilegri umræðu. Kristín leggur út af hugmyndum fræðimanna um nýja fagmennsku, t.d. kenningum Schön um íhugunarþátt starfa sem m.a. ber uppi hinn heildræna skilning á hjúkrun. Aðrir fræðimenn hafa bent á að tungutak hinnar hefðbundnu fagmennsku sé til þess fallið að hylja vald og valdatengsl. Gegn þeim hefur hugmyndum um lýðræðislega fagmennsku verið teflt fram, en það er fagmennska sem felst í samvinnu skjólstæðings og fagmanns og þátttöku skjólstæðings í vinnuferlinu. Kristín sýnir okkur að margar leiðir er hægt að fara til að skilgreina og 44 Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.