Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1870, Blaðsíða 57
UM LÖGGILDING VEKZLUNARSTAÐAK.
51
cinhver kaupmaður úr Reykjavík eSur einhver annnr fastakaupmaður 1864.
byrjaíii þar verzlun, gæti þar aldrei orðið annað en útkaupstaður, er |g
aðeins liefði vörubirgðir á sumrum, cn á veturna imindi eigi vcrða til
aðrar vörur en þær, sem útgengilegastar væru: kaffi, sykur, brennivín,
tóbak og s. frv., cn ekki hinar eiginlegu nauðsynjavörur, sem lilutað-
eigendur því eins og áður yrðu neyddir til að sækja til Rcykjavíkur,
þaraðauki mundi fastakaupmönnum varla þykja tilvinnandi að hafa fasla
verzlun við Lambhússund, ineð því þeir geti komið þar út vörum sínum
með hægra möti og fengið aptur vörur innbúanna, með því að nota sðr
leyfi það, sem veitt er í opnu bréfi 19. maí 1854, eins og þcir hafi
gjört síðastliðið ár. Konungsfulltrúi getur þess þar að auki, að það sé
aðgæzluvcrt, þegar rætt cr um löggilding nýrra vcrzlunarstaða, að allt of
mikil sundrung á verzluninni bljóti að tálma því, að eiginlegir verzlunar-
staðir geti blómgazt. En þareð þingið með miklum atkvæðamun hafi
farið þess á leit, að verzlunarstaður þessi væri löggiltur, þá skýtur
konungsfulltrúi því undir álit stjórnarinnar, hvort næg áslæða virðist vera
til að fallast á bænarskrá þingsins.
Um sama leytið og stjórnin fékk bænarskrá alþingis, sendi stipt-
amtmaðurinn á íslandi hcnni skjal nokkurt frá bæjarfulltrúunum í
Reykjavík, cr bæjarfógctinn hafði fallizt á; er í því skjali beðið um,
að bænarskráin ekki verði tekin til greina, og einkum tilfært því til
styrkingar, að verzlunarstaðurinn við Lambhússund, ef hann móti von
fengi nokkra þýðingu, mundi vegna nálægðarinnar spilla fyrir verzlun-
inni í Reykjavík, og framförum þess kaupslaðar í öllum greinum.
I skýrslu dómsmálastjórnarinnar uin málið, þá cr það var lagt
fyrir konung, segir, að stjórnarráðið sé á sama máli og konungsfull-
trúi um, að ólakmarkað leyii til að stofna vcrzlunarstaði á Islandi sé
til skaöa fyrir verzlunina þar og standi hcnni fyrir þrifum, og svo
virðist cinnig mjög vafasaint, hvort nokkur muni vilja rúðast í að
byggja sölubúð við Lambhússund, einkum vegna þess hvað það er
nálægt Reykjavík. Jaar á roóti gat stjórnarráðið ekki álitið þá mótbár-
una mikilsverða, að verzlun Reykjavíkur mundi bíða skaða af því, þó
slíkur verzlunarstaður væri löggiltur, þvi það líklegasta væri, að þeir,
sem þangað kæmu, mundu annaðhvort eingöngu eða mestmcgnis verða
kaupmcnn úr Reykjavík, sein þcgar hafa verzlunarviðskipti við menn þar,
og þessi verzlunarviðskipti mundu aukast cf þar yrði löggiltur verzlunar-
staður, því kaupmenn úr Reykjavík gætu þá flutt þangað allskonar
vörur til að verzla með, þarsem þeir nú eru bundnir við að senda
þangað aðeins vissar vörutégundir samkvæmt opnu bréfi 19. maím.
1851. Sú hafði og orðið raun á, meðan leyft var að sigla upp Krossvík