Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Síða 12

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Síða 12
Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs Islandsbanka hf. íslenskur hlutabréfamarkaður í mótun Verðmæti hlutabréfa í 20 ríkjum þar sem viðskipti með hlutabréf eiga sér ekki langa sögu sjöfaldaðist á árunum frá 1981 til 1990 og óx úr 7% í 32% af landsframleiðslu. Á sama tíma tvöfaldaðist fjöldi skráðra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í þessum löndum. Sala hlutabréfa á eftirmarkaði var orðin 39 sinnum meiri á árinu 1990 en hún hafði verið í upphafi áratugarins. Þessar upplýsingar koma fram í árbók International Finance Corporation (IFC) sem stundar rannsóknir á vegum Alþjóðabankans á fjármálamarkaði í ríkjum þar sem hann er enn í mótun. Verðmæti skráðra hlutabréfa í þessum 20 löndum var 83 mrð. Bandaríkjadollara árið 1981 en liafði vaxið í 470 mrð. dollara árið 1990. Með- fylgjandi tafla sýnir hlutfallslega skiptingu þessa mark- aðs eftir heimshlutum. Þrátt fyrir að markaðsverðmæti hlutabréfa í þessum 20 ríkjum næmi 470 mrð. dollara á árinu 1990 var það aðeins 5% af heildarverðmæti skráðra hlutarbréfa í öllum löndum samtals. En fram- leiðsla þessara ríkja samtals nam á sama tíma 12% af heildarframleiðslu allra ríkja. Tafla 1 Skipting hlutabréfamarkaðs í ríkjum þar sem hann er enn í mótun 1981 1990 Markaðsverðmæti hlutabréfa samtals 83 mrð. USD 470 mrð.l Ríki í: Suður-Ameríku 45% 17% Austur-Asíu 14% 46% Suður-Asíu 29% 26% Austurlöndum nær og Afríku 8% 2% Evrópu 4% 9% Þessar tölur sýna að viðskipti með hlutabréf voru víð- ar í mótun á níunda áratugnum en á íslandi og álíta starfsmenn IFC að sú þróun muni halda áfram á árun- um fram til aldamóta. Á næstu árum er búist við að sala hlutabréfa í opinberum fyrirtækjum, muni auka hluta- bréfaviðskipti víða um heim, einkum í Austur-Evrópu og Suður-Ameríku, og leiða til þess að viðskiptin verði skilvirkari og markvissari en áður. Víða í þessum lönd- um er unnið að því að skýra leikreglur í viðskiptum með hlutabréf, bæta aðferðir við gagnavinnslu til að hluthafar og fjárfestar geti jafnan haft nýjustu upplýs- ingar á reiðum höndum og loks til að greiða fyrir þátt- töku erlendra fjárfesta í viðskiptum á hverjum markaði. Á íslandi nær saga almennra viðskipta með hlutabréf ekki miklu lengra aftur en til ársins 1985. Tafla 2 sýnir verðmæti skuldabréfa og hlutabréfa samtals á innlend- um markaði og skiptingu þeirra í helstu flokka í árslok 1986 og í árslok 1990. Tafla 2 Stærð og skipting íslensks verðbréfamarkaðs í lok árs 1986 og 1990 Verðmæti 1986 1,5 mrð.kr. 1990 30,9 mrð.kr. Hlutfalls skipting: Hlutabréf 10% 26% Verðbréfasjóðir 9% 12% Bankabréf 8% 15% Húsbréf - 5% Ríkisskuldabréf 70% 39% Annað 3% 3% Verðmæti skráðra hlutabréfa í árslok var 1,5 mrð.kr. en 30,9 mrð.kr. í árslok 1990. Aukningin var því tutt- uguföld en um tíföld sé reiknað á föstu verðlagi. Mark- aðsverðmæti skuldabréfa og hlutabréfa samtals var þá xx mrð.kr. Heildarstærð þriggja stærstu hluta innlends fjármálamarkaðs, þ.e. verðbréfamarkaðs, innlána banka og sparisjóða og erlends fjár, nam þá 419 mrð.kr. eða um 125% af landsframleiðslu og hafði aukist að raunvirði um 50% frá árinu 1984. Það ár voru spari- skírteini einu markaðsverðbréfin en nú hafa bæst við ríkisvíxlar, húsbréf, bankabréf og verðbréfasjóðir auk 12

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.