Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Side 18

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Side 18
skattafrádrátt. Líklegt er að mörg þessara fyrirtækja stefni að því að fjármagna sig á hlutabréfamarkaði í framtíðinni. En þrátt fyrir mikinn vöxt er hlutabréfa- markaður hér lítill samanborið við nágrannalöndin en lík- ur eru á að hann geti stækkað verulega á þessum áratug. Hraður vöxtur hlutabréfamarkaðarins Á mynd 1, en tölur í hana eru fengnar að láni úr Morg- unblaðinu, má sjá að íslenski markaðurinn er talsvert minni en í nágrannalöndunum. Stærð markaðar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er algeng viðmiðun og á myndinni má sjá að hlutfallið er 10% fyrir Island en 25% og 35% fyrir Noreg og Danmörku svo dæmi séu tekin. Ef miðað er við stærstu markaðina í heiminum er munurinn ennþá meiri. Á síðasta ári voru seld ný hlutabréf í almennings- hlutafélögum fyrir 3,6 milljarða króna og því til viðbót- ar nam sala eldri bréfa um 2 milljörðum króna. Á þessu ári hafa hlutafélög fengið heimildir aðalfunda til aukn- ingu hlutafjár á árinu fyrir u.þ.b. 4 milljarða króna. Þar vegur þyngst Flugleiðir hf. sem hafa heimild til að auka hlutafé um allt að 400 milljónir að nafnverði og íslands- banki sem hefur heimild aðalfundar til að auka hlutafé sitt um 1.500 milljónir að nafnverði, en þar er aðallega um að ræða að eignarhaldsfélög bankanna breyti hluta- fé sínu í hlutafé í íslandsbanka. Góð ávöxtun á hlutabréfamarkaði hefur átt stóran þátt í vexti markaðarins. Árleg raunhækkun á verði hlutabréfa hefur verið um 34% að meðaltali undanfarin 3 ár eins og sjá má á mynd 2. Árleg raunhækkun hlutabréfa janúar 1988 - desember 1990 Raunhækkun (%) 30000000C Hlutabréfamarkaöur ó íslandi A Moöaltal 33,6% / i/\ / 7 1/08 1/89 1/90 12/90 Myndin sýnir að hækkanir á árinu 1988 voru um og yfir 35% en síðan dregur úr hraðanum á árinu 1989 en hækkanir ná síðan hámarki á árinu 1990 en þá voru þær um 80%. Þessar miklu hækkanir vekja áleitnar spurn- ingar. Voru hlutabréfin stórlega vanmetin í byrjun? Eru þessar hækkanir eðlilegar og verða hækkanir jafn- miklar á næstunni? Eðlilegt verð? Víkjum fyrst að fyrri spurningunni. Verð á hlutabréfa- mörkuðum ræðst af framboði og eftirspurn. Sé mikil eftirspurn eftir tilteknum bréfum hækkar verð þeirra og getur jafnvel hækkað langt uppfyrir það verð sem eðli- legt mætti telja að fengist. Það eru ekki nema örfá ár síðan hlutabréf í stærstu hlutafélögum voru torveld í sölu. Eftir því sem tiltrú sparifjáreigenda á hlutabréfum hefur vaxið hefur eftirspurn aukist og verð hækkað og náðu verðhækkanir hámarki á síðastliðnu ári. En hversu lengi getur verð bréfa hækkað? Hvað er eðlilegt verð fyrir hlutabréf á íslenskum hlutabréfamarkaði? Til að veita svör við þessu er nauðsynlegt að horfa til erlendra hlutabréfamarkaða og skoða þá mælikvarða sem notaðir eru til að meta verðgildi hlutabréfa. Það eru einkum tveir mælikvarðar sem eru notaðir og bygg- ir sá fyrri sem við skoðum á eigin fé fyrirtækjanna en hinn síðari á hagnaði þeirra. Eigið fé fyrirtækja er sú fjárhæð sem fæst þegar skuldir eru dregnar frá eignum, þ.e. nettóeign eða eign hluthafanna. Eigið fé er oft bor- ið saman við þá fjárhæð sem öll hlutabréf fyrirtækis seljast fyrir á markaði. Þetta er gert með því að deila eigin fé upp í markaðsverðið og þá fæst það sem kallað er Q-hlutfall. Ef Q hlutfall er 1,1 fyrir tiltekið fyrirtæki þá þýðir það að sparifjáreigendur eru tilbúnir til að greiða 10% hærra verð fyrir hlutabréfin en svarar til nettóeignar fyrirtækisins. „Kúgildi" - Q hlutfall Q hlutfall er mjög mismunandi fyrir þau fyrirtæki sem skráð eru hér á landi eins og sjá má á mynd 3. Lægst er Q - hlutfall (Söluverð/innra virði) Núqildandi Lanotíma meðaltal ísland 1,30 - Bretland 1,60 1,2 Bandaríkin 1,80 1,85 18

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.