Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Qupperneq 28
í þessu skyni fór fram ítarleg umræða innan FLE,
stjórnin kynnti sér stöðu þessara mála í nágrannalönd-
um okkar og tók upp viðræður við hagsmunaaðila um
málið. Niðurstaðan varð sú, að í samstarfi við fjármála-
og viðskiptaráðuneyti var samið frumvarp til breytinga
á lögum nr. 51/1968 um bókhald.
Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að við lögin
bætist nýr kafli er fjalli um Reikningsskilaráð og góða
reikningsskila-venju. Reikningsskilaráð skal skipað
fimm sérfróðum mönnum skipuðum til fjögurra ára í
senn. Skal einn nefndarmanna til-nefndur af Félagi lög-
giltra endurskoðenda, annar af viðskipta-deild Háskóla
íslands, þriðji af Verslunarráði íslands, sá fjórði skal
vera Ríkisendurskoðandi, en einn nefndarmaður er
skipaður af ráðherra án tilnefningar. Hlutverk Reikn-
ingsskilaráðs skal vera að stuðla að mótun góðrar
reikningsskilavenju með útgáfu og kynningu sam-
ræmdra reglna, sem farið skal eftir við gerð reikn-ings-
skila. Einnig skal ráðið gefa álit á því, hvað telst vera
góð reikningsskilavenja á hverjum tíma. Reikningsskil-
aráð skal samkvæmt ákvæðum frumvarpsins árlega
auglýsa í Lögbirtingar-blaðinu skrá yfir útgefnar reglur
og álit og skal starfa í nánu samráði við Félag löggiltra
endurskoðenda og hagsmunaaðila.
Þegar þetta er ritað standa vonir til að frumvarpið
verði lagt fram á Alþingi haustið 1991. í>að er álit
stjórnar FLE að ákvæði frumvarpsins bæti úr flestum
þeim ágöllum sem verið hafa á málsmeðferð þeirri, sem
nýjar reikningsskilaaðferðir þurfa að fá, áður en þær
hljóta viðurkenningu sem góð reikningsskilavenja og
vikið hefur verið að í greininni hér að framan.
Á það ber að lokum að leggja áherslu, að til þess að
Reikningsskilaráð nái markmiði sínu, þurfa að veljast
til setu í ráðinu hæfir menn sem einvörðungu hafa fag-
leg vinnubrögð að leiðarljósi í störfum sínum. Takist
vel til um val manna í ráðið er ég þess fullviss að störf
Reikningsskilaráðs muni auka enn á samræmi í gerð
reikningsskila hér á landi, þannig að lesendur ársreikn-
inga geti frekar en áður treyst á áreiðanleika og saman-
burðarhæfni þessara talnafrásagna rekstrareininga af
rekstri sínum og stöðu.
28