Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Qupperneq 33

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Qupperneq 33
er þá miðað við samskonar eignir, sem hafa verið not- aðar við svipuð skilyrði. AFSKRIFTARAÐFERÐ Afskriftir er sú fjárhæð sem er skipt á hvert reiknings- skilatímabil eftir líftíma eignarinnar og er farið eftir fyr- irfram ákveðnum aðferðum. Nauðsynlegt er að beita ávallt sömu afskriftaraðferð og valin var í upphafi, án tillits til hagnaðarstigs fyrir- tækisins og skattaskilyrða en það er gert til þess að tryggja samanburðarhæfni við mat á árangri fyrirtækis- ins frá einu tímabili til annars. LAND OG FASTEIGNIR Land hefur venjulega ótakmarkaðan líftíma og er yfir- leitt ekki skilgreint sem fyrnanleg eign. Samt sem áður mætti hugsa sér að meðhöndla land sem fyrnanlega eign ef líftíminn er ekki óendanlegur. Fasteignir eru fyrnanlegar eignir vegna þess að þær hafa takmarkaðan líftíma. í sumum tilfellum er fasteign ekki talin fyrnanleg eign af þeirri ástæðu að verðmæti hennar og þess lands sem fasteignin stendur á, er ekki talið fara lækkandi. Þar sem land og fasteignir eru aðskildar eignir, hefur verðhækkun á landi ekki áhrif á afskriftaraðferðir fast- eigna sem á landinu standa. SKÝRINGAR Val á afskriftaraðferð og mat á líftíma fyrnanlegra eigna verður alltaf matsatriði. í skýringum skal þess alltaf getið hvaða aðferð er notuð við útreikning afskrifta svo og um áætlaðan end- ingartíma eða afskriftarhlutfall, þannig að lesanda reikningsskilanna sé ávallt ljóst hvaða aðferðum er beitt. Petta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að sjá hvaða stefnu stjórnendur fyrirtækisins hafa valið og gerir einnig mögulegan samanburð á milli fyrirtækja. Af sömu ástæðu er nauðsynlegt að skýra frá afskrift- um á tilteknu tímabili svo og uppsöfnuðum afskriftum í lok tímabilisins. ALÞJÓÐLEGUR REIKNINGSSKILASTAÐALL NR. 4. AFSKRIFTIR í REIKNINGSHALDI Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 4 nær yfir grein- ar 13 -19 og skal lesa í samhengi við inngangsorð að al- þjóðlegum reikningsskilastöðlum. 13. Afskriftum fyrnanlegrar eignar skal skipt á kerfis- bundinn hátt á hvert reikningsskilatímabil eftir end- ingartíma hennar. 14. Afskriftaraðferð sem valin er, skal notuð frá einu tímabili til annars nema breyttar aðstæður réttlæti breytingar. A því tímabili þegar breytt er um að- ferð, skulu áhrif breytingarinnar reiknuð út og skal greint frá þeim í skýringum, og einnig skal gerð grein fyrir ástæðu fyrir breyttri aðferð. 15. Líftími fyrnanlegrar eignar er metinn eftir athugun á eftirfarandi atriðum: (a) væntanlegum endingartíma, (b) (tæknilegri) úreldingu, (c) lagalegum eða öðrum takmörkunum á notkun eignarinnar. 16. Líftíma aðalfyrnanlegra eigna fyrirtækis ætti að yf- irfara á vissum fresti og endurmeta afskriftarhlut- fallið í nútíð og framtíð ef væntingar eru um miklar breytingar frá því sem verið hefur. Áhrif breytinga ættu að koma fram í skýringum með reikningsskil- unum á því tímabili þegar breytingin á sér stað. 17. Matsreglur sem eru notaðar til þess að ákveða þær fjárhæðir sem fyrnanlegar eignir eru skráðar á, ættu að koma fram í skýringum um reikningsskilaaðferð- ir eins og fram kemur í alþjóðlegum reikningsskila- staðli nr. 1. 18. Eftirfarandi atriði varðandi alla helstu flokka fyrnanlegra eigna ættu að koma fram í skýringum með reikningsskilum fyrirtækis:(a) hvaða afskrifta- raðferð er notuð, (b) við hvaða líftíma eða afskriftarhlutfall er mið- að, (c) hvaða fjárhæð er færð sem afskrift á því tímabili sem reikningsskilin ná yfir, (d) hvert er heildarverð fyrnanlegra eigna svo og uppsafnaðar afskriftir. GILDISTÖKUDAGUR 19. Þessi alþjóðlegi reikningsskilastaðall gildir um þá ársreikninga sem ná til reikningsára sem hefjast 1. janúar 1977 eða síðar. 33

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.