Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 36

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 36
reikningsskiladegi. Viðskiptakröfur sem koma til greiðslu á lengri tíma en einu ári er heimilt að telja meðal veltufjármuna ef gerð er grein fyrir þeim í skýringum með reikningskilum. (d) Vörubirgðir. (e) Fyrirframgreiðslur vegna veltufjármuna. (f) Fyrirframgreiddur kostnaður sem kemur til gjald- færslu innan eins árs frá dagsetningu reikningsskila. Skammtímaskuldir: 22. Meðal skammtímaskulda eiga að vera skuldir sem gjaldfalla og skuldir sem koma til greiðslu innan eins árs frá dagsetningu reikningsskila: (a) Bankalán og önnur rekstrarlán. Lán sem samið hefur verið um endurgreiðslu á við lánveitanda er heimilt að telja með skammtímaskuldum þó að formlegur lánssamningur kveði á um heimild til gjaldfellingar lánsins. (b) Næsta árs afborganir af langtímaskuldum nema því aðeins að þær séu skv. 23. grein. (c) Viðskiptaskuldir og ógreiddur kostnaður. (d) Ógreiddir reiknaðir skattar (Sjá alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 12 Accounting for Taxes on Income). (e) Ógreiddur arður. (f) Fyrirframinnheimtar tekjur frá viðskiptamönnum. (g) Ógreiddur kostnaður vegna atburða eftir reikn- ingsskiladag. (Sjá alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 10 Contingencies and Events Occurring After the Balance Sheet Date). 23. Sá hluti af langtímaskuldum sem fellur til greiðslu innan eins árs kann að vera settur fram meðal lang- tímaskulda ef endurfjármögnun stendur fyrir dyr- um og fyrir liggur með nokkuð öruggum hætti að sú endurfjármögnun nái fram að ganga. Framsetn- ing með þessum hætti kallar á annað hvort: (a) Aukningu hlutafjár eða samninga um langtíma- skuldbindingu eftir dagsetningu reikningsskilanna. (b) Óriftanlegum samningum um fjármögnun sem fellur ekki úr gildi innan eins árs frá dagsetningu reikningsskilanna og að lánveitandinn eða fjárfestir geti fjárhagslega efnt samninginn. 24. Pegar fyrirtæki flokka einstakar skuldir utan skammtímaskulda, sbr. grein nr. 23, ber að gera grein fyrir upphæðum og skilmálum endurfjár- mögnunar í skýringum með reikningsskilum. Framsetning í efnahagsreikningi: 25. Einstaka liði veltufjármuna má ekki lækka með því að draga einstaka liði skammtímaskulda frá, eða öfugt, nema þegar lagalega liggur fyrir forsenda til skuldajöfnunar og að slík skuldajöfnun sé í vænd- um. 26. Innborganir á verk og aðrar fyrirframgreiðslur má draga frá verkum í vinnslu meðal veltufjármuna ef skýring fylgir með í reikningsskilum til samræmis við alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 11 (Accounting for Construction Contracts.) 27. Heildarniðurstaða veltufjármuna og skammtíma- skulda á að koma fram í efnahag>reikningi. Gildistökudagur: 28. Pessi alþjóðlegi reikningsskilastaðall gildir um þá ársreikninga sem ná til reikningsára sem hefjast 1. janúar 1981 eða síðar. 36

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.