Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Qupperneq 40
Hjörleifur Pálsson löggiltur endurskoðandi
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall IAS 23
UM EIGNFÆRSLU FJÁRMAGNSKOSTNAÐAR
„Capitalisation of Borrowing Cost"
Efni staðals og skilgreiningar.
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall númer 23 fjallar um
eignfærslu fjármagnskostnaðar í ársreikningum fyrir-
tækja, sem hluta af kostnaðarverði tiltekinna fjárfest-
inga. Ekki skiptir máli hvort fjárfestingin er ætluð til
notkunar innan fyrirtækisins sjálfs eða til þess að selja
öðrum.
Staðallinn nær til fjárfestinga þar sem tiltölulega
langur tími líður frá því að fyrst er lagt í kostnað vegna
þeirra, og þar til þær eru komnar í tekjuöflunarhæft
ástand, eða tilbúnar til sölu.
Með fjármagnskostnaði er átt við þann kostnað sem
fyrirtæki þarf að bera í tengslum við lántökur. Þar með
talið afföll eða yfirverð útgefinna skuldabréfa, lántöku-
kostnað og hugsanlegan gengismun.
Staðallinn gerir ekki þá kröfu að fjármagnskostnaður
á byggingartíma sé eignfærður.
Staðallinn mælir fyrir um að fyrirtæki sem bera fjár-
magnskostnað í tengslum við þær fjárfestingar sem um
ræðir, taki afstöðu til þess hvort þessi kostnaður skuli
eignfærður eða ekki.
Sé sú afstaða tekin að eignfæra fjármagnskostnað þá
á að beita þeim aðferðum sem staðallinn mælir fyrir
um.
Rök með og á móti eignfærslu fjármagnskostnaðar.
1. Gjaldfæra allan fjármagnskostnað;
Fjármagnskostnaður tengist starfsemi fyrirtækja í
heild og hann er því ekki hægt að eyrnamerkja öflun
einstakra eigna.
Hjá fyrirtæki sem fjármagnar eignir með eigin fé
er þessi kostnaður ekki fyrir hendi.
Rök á mótieru að allir peningar „kosta“ án tillits
til þess hvort um er að ræða lánsfé eða eigið fé. Ekki
er hægt að tala um kostnaðarverð eigna ef sá kostn-
aður sem hlýst af fjárbindingu er ekki innifalinn.
2. Eignfæra þann fjármagnskostnað sem raunverulega
fellur til á byggingartíma og tengist framkvæmdum;
Fjármagnskostnaður sem fellur til á byggingartíma
er hluti af því að fullgera eign og er sögulegur kostn-
aður rétt eins og laun, efni og annað sem til fellur í
tengslum við framkvæmdir.
Ef eign erkeypt af utanaðkomandi aðila, í stað
þess að fyrirtæki búi hana til sjálft, hlýtur kaupverð-
ið í flestum tilfellum að fela í sér þann kostnað sem
hlýst af notkun lánsfjár í tenglum við byggingu eign-
arinnar. •
Ef fyrirtæki heimasmíðar eign og eignfærir þann
fjármagnskostnað sem rekja má til þess, verður
betra samræmi í kostnaðarverði þar sem ekki skiptir
þá lengur máli hvort eignin er keypt tilbúin eða
hvort hún er heimasniíðuð.
Rök á mótieru að eignfærsla fjármagnskostnaðar
leiði til mismunandi kostnaðarverðs sambærilegra
eigna á milli fyrirtækja eftir þvf hvemig fjármögnun
er háttað og eftir því hvaða stefnu fyrirtækið aðhyll-
ist í eignfærslu.
3. Eignfæra allan kostnað af fjárbindingu á byggingar-
tíma, hvort sem utanaðkomandi vaxtakrafa verður
til eða ekki.
Hagfræðilegt hugtak sem byggir á því að allar
framkvæmdir feli í sér kostnað af notkun fjármagns,
hvort sem um er að ræða eigið fé eða lánsfé. Fjár-
magnskostnaður hvort sem hann er reiknaður eða
byggir á utanaðkomandi kröfu er hluti af kostnaðar-
verði eigna sem taka þarf tillit til.
Það sem mælir gegn þessu sjónarmiði er að reikn-
aðir vextir vegna eiginfjármögnunar eru huglæg
40