Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Qupperneq 45
REIKNINGSSKILANEFND FLE
Að ósk ritnefndar tímaritsins skal hér stuttlega gerð
grein fyrir verkefnum reikningsskilanefndar félagsins á
síðustu misserum.
Um þessar mundir vinnur nefndin að nokkrum verk-
efnum. í fyrsta lagi var henni falið á síðasta aðalfundi
að gera úttekt á reikningsskilum sem félagsmenn sendu
til nefndarinnar. Stjórn félagsins stendur fyrir þessari
könnun og var hugmynd stjórnarinnar sú að gera eins
konar gæðakönnun á reikningsskilum sem félagsmenn
hafa unnið að. Úttektin tekur einnig til reikningsskila
þeirra fyrirtækja sem selja hlutabréf á þeim almenna
markaði sem hér á landi hefur orðið til á síðustu árum.
Tilgangur þessarar könnunar er fyrst og fremst að fá úr
því skorið hversu samanburðarhæf reikninsskil þau eru,
sem félagsmenn vinna að. Á þessari stundu er ekki
unnt að skýra frá því, hvort þessi könnun nái tilgangi
sínum, en fyrirhugað er að niðurstöður könnunarinnar
verði birtar á aðalfundi félagsins í nóvember næstkom-
andi. Nefndin hefur jafnframt í hyggju að senda hverj-
um þátttakenda umsögn um þær skýrslur sem nefndin
fékk til skoðunar.
í annan stað vinnur reikningsskilanefndin að því að
semja leiðbeinandi reglur um þau viðfangsefni sem hún
hefur tekið sér fyrir hendur á síðustu árum. Eins og fé-
lagsmönnum er kunnugt hefur nefndin birt álitsgerðir
um ýmis efni, en nú er ætlan nefndarinnar að draga efni
þeirra saman í styttri yfirlýsingar í þá veru sem Alþjóð-
lega reikningsskilanefndin gerir. f>au efni sem hér um
ræðir varða kaupleigusamninga, bókun hlutabréfa og
skuldabréfa, áhrif verðbólgu á reikningsskil fyrirtækja,
sjóðsstreymi og fjármagnsstreymi, gerð árshlutareikn-
inga og meðferð óreglulegra rekstrarliða og reglubreyt-
inga.
Þriðja verkefnið sem nefndin vinnur nú að varðar með-
höndlun tekjuskatts í reikningsskilum fyrirtækja. Á síð-
ustu tveimur árum eða svo hefur borið á því að fyrir-
tæki færi svonefndar frestaðar skattskuldbindingar. Um
það efni hefur þó lítið verið fjallað hér á landi. Af þeim
sökum telur nefndin rétt að greina frá hugmyndum sín-
um í þessu efni, en þar er að auki stuðst við yfirlýsingar
Alþjóðlegu reikningsskilanefndarinnar.
Á síðasta ári sendi nefndin frá sér stuttar álitsgerðir um
meðhöndlun kvóta í reikningsskilum, formbreytingar á
reikningsskilum sveitarfélaga, bókun skuldabréfa hjá
verðbréfasjóðum og frásögn af fjármagnskostnaði í
reikningsskilum 1990. Um fyrstu tvö álitaefnin höfðu
starfað vinnuhópar sem skiluðu umsögnum til nefndar-
innar. Þær gerði nefndin í flestum greinum að sínum og
voru álitsgerðir síðan sendar til félagsmanna.
Þá stóð nefndin fyrir ráðstefnu um nokkur álitaefni
reikningsskila á síðastliðnu hausti í samráði við mennt-
unarnefnd félagsins. Þau efni sem tekin voru til skoð-
unar voru þessi:
1) meðhöndlun kvóta í reikningsskilum,
2) birgðamat hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og í fiskeldi,
og
3) drög að leiðbeinandi reglum um reikningsskil fyrir-
tækja verðbólguaðstæður.
Eins og félagsmönnum er kunnugt hefur nú verið lagt
fram frumvarp á Alþingi til breytingar á lögum um bók-
hald. Þetta frumvarp er flutt að frumkvæði stjórnar fé-
lagsins og er það gert í beinu framhaldi ráðstefnu fé-
lagsins á síðastliðnu ári. Sú ráðstefna fjallaði um þá
spurningu, hver ætti að móta góða reikningsskilavenju
og var það mál manna að fleiri aðilar en endurskoðend-
ur þyrftu að eiga aðild að mótun þessarar venju. Verði
frumvarpið að lögum er ljóst að finna verður viðeignadi
starfsvettvang fyrir reikningsskilanefndina. Til álita
gæti komið, að nefndin sendi erindi til þess reikings-
skilráðs, sem mynda á skv. frumvarpinu. Einnig gæti
nefndin verið umsagnaraðili félagsins um fyrirhugaðar
álitsgerðir ráðsins. Loks gæti nefndin unnið að sjálf-
stæðum álitsgerðum og óskað eftir, að ráðið taki þær til
umfjöllunar.
45