Ráðunautafundur - 14.02.1978, Page 104
398
Það er því ekki ástæða að ræða ofangreind atriði nánar
hérna heldur mun þetta erindi fjalla um nokkra þætti sem rann-
sakaðir hafa verið, í tengslum við landnýtingartilraunimar, og
hafa ekki verið ræddir áður á þessum vettvangi. Auk þess verður
getið um erlenda sérfræðiaðstoð á árinu og fyrirhugað framhald
tilraunanna rætt lítillega.
Steinefnaathuganir:
A. Kopartilraun:
Sumarið 1976 var á Hesti, £ sambandi við landnýtingartil-
raunirnar þar og í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans í meina-
fræði á Keldum, gerð tilraun með kopargjöf handa 'lömbum. Vís-
indasjóður styrkti þessar rannsóknir. Tilgangurinn var að
athuga hvort vanþrif í lömbum sem beitt er á ræktað og/eða
óræktað mýrlendi geti stafað af koparskorti og ef svo er hvort
hann orsakist af óhagstæðum hlutföllum brennisteins og kopars
eða molybden og kopars í gróðrinum.
í tilrauninni voru 84 tvílembingar sem skipt var í tvo
hópa þ.e. annað lambið undan hverri á var í hvorum hóp. Öðrum
hópnum var gefin koparlausn (0,1 mg Cu/kg þungi á fæti) í vömb á
þriggja vikna fresti frá 28/6 til 27/8. Hinn hópurinn fékk engan
kopar.
Helstu niðurstöður urðu þær að þrif lambanna voru þau sömu
hvort sem þau fengu kopar eða ekki, eins og sést í 1. töflu.
Sama er að segja um aðra þætti sem rannsakaðir voru s.s. þunga
ýmissa líffæra og efnamagn í blóði. Einnig var rannsakað í
nokkrum grassýnum magn brennisteins, kopars og molybden og
borið saman við gróðursýni frá Auðkúluheiði. Magn þessara efna
frá báðum stöðunum var vel innan þeirra marka sem eðlilegt
getur talist(2. tafla)og mismunur milli staða ekki það mikill að
það gefi tilefni til frekari rannsókna.
Væntanlega verða heildarniðurstöður birtar £ Áfangaskýrslu
um landnýtingatilraunirnar 1976 sem nú er £ vinnslu.