Ráðunautafundur - 12.02.1983, Page 51
111
RAÐUNAUTAFUNDUR 1983
FÖÐRUN LOÐD'ÍRA
Jón Ærnason,
Búnaðarfélagi Islands.
Inngangur
Loðdýrin refur og minkur eru fyrst og fremst kjötætur, en
geta þó nýtt að nokkru fóður úr jurtaríkinu. Þetta greinir þau
verulega frá öðrum húsdýrum sem við þekkjum. Loðdýrin hafa til-
tölul~ega stuttan meltingarveg, þannig að fóðrið gengur mjög
hratt í gegnum þau. Þetta krefst þess að fóðrið sé auðmelt eigi
dýrin að nýta það vel.
Ekki verður greint milli refa og minka í þessu erindi, því
það hefur sýnt sig að hér á landi gengur vel að fóðra hvora
tveggja á sama fóðri.
Fóðurþarfir
Eins og önnur húsdýr hafa loðdýrin lágmarks þarfir fyrir
efni og orku til viðhalds og framleiðslu. Þessar þarfir eru að
nokkru þekktar.
Viðhaldsþarfir af orku (mældri í breytiorku) má finna sam-
kvæmt líkingunni: B0= 150 x þ°’75, þar sem Þ stendur fyrir lif-
andi þunga. Orkuþörfin til vaxtar er u.þ.b. 6500 kcal BO á hvert
kg vaxtarauka.
Próteinþarfir eru u.þ.b. 8-10 gr meltanlegt hráprótein á
100 kcal BO í fóðri.
Samkvæmt þessu þarf fullorðin refatæfa sem vegur 7 kg 645
kcal BO á dag til viðhalds og auk þess u.þ.b. 60 gr af meltan-
legu hrápróteini. Sé styrkur fóðursins 110 kcal BO í 100 gr,
þýðir þetta 590 gr af fóðri, með um 10% próteini, á dag.
Algengt er að próteinið í fóðrinu sé nokkru meira en normin
segja, einkum þar sem fiskúrgangur er megin uppistaðan í fóðrinu
eins og hér á landi. Það virðist ekki vera ástæða til að óttast