Ráðunautafundur - 12.02.1983, Qupperneq 70
130
vökva algjörlega eftir þeim. Aö vísu fylgja þeim líka
vandamál, þannig aö þeir eru ekki algjör lausn.
Eins og nú hefur verið greint frá má leiða rök að því,
að vatn skorti við vissar aðstæður hérlendis. I nágranna-
löndum okkar hefur notkun regnáveitu margfaldast nú á síðari
árum, en hérlendis hefur þessu verið fremur lítið sinnt.
Eflaust vex mönnum x augum sá stofnkostnaður, sem oftast
fylgir vökvun. En víða mun þó hátta svo til að kostnaður
getur verið innan hóflegra marka, þar væri ástæða til að
prófa vökvun í smáum stíl og öðlast reynslu og til að fá
hugmynd um hvort vökvunin eykur uppskeru um, 0, 1, 10, 20
eða 30 hkg/ha af heyi. Því þó leiða megi rök að því, að
vökvun muni skila árangri, vilja menn að sjálfsögðu hafa hug-
mynd um uppskeruaukann sem kann að nást.
Þar sem einhverjir bændur hafa reynt að nota haugsugu
til vökvunar skal á það minnt, að 1 mm úrkoma á hektara sam-
svarar 10 m3 (10 tonnum) af vatni.
Vökvun melatúns að Hóli.
Landið er áreyrajarðvegur ræktað fyrir um 10-20 árum og
hefur fengið hefðbundna meðferð á þeim tíma. Athugunin var
um 50-100 m frá Tunguá og var vatn til vökvunar fengið þaðan.
Efstu 5 cm jarðvegsins eru rótartorfa með smásteinum í dá-
litlum mæli. Frá 5 cm dýpi og svo langt niður sem grafið var,
er um dæmigerðan árframburð að ræða, þ.e. grjót, möl og dá-
lítið af sandi blandað saman. Rótarkerfið er langöflugast í
efstu 5 cm jarðvegsins. Á 5-30 cm dýpi er talsvert um rætur
og nær hluti þeirra eitthvað niður fyrir 30 cm. Skörp skil
eru á milli rótarmassans í yfirborðinu og næsta lags.
Snarrót er algjörlega ríkjandi gróður, þó er talsvert
af sveifgrösum, vingli og vegarfa. Talsvert um gamlar kal-
skellur og var vegarfinn ríkjandi þar.
Borið var á um mánaðarmótin maí-júní, áburð sem sam-
svaraði 98 kg/ha N, 20 kg/ha P og 39 kg/ha K.
Um sauðburð og fram í júní var lambfé á túninu.
Við Tunguá var komið fyrir smá bensíndælu og vatni dælt
inn á svæðið og úðað með úðurum af svonefndri "Perrot Circle