Ráðunautafundur - 12.02.1983, Blaðsíða 83
143
2.2. Hráprótein og steinefnl 1 Rrasi■
Hráprótein var lítið i grasi, og gildir þaö um alla til-
raunaliði beggja tilraunanna á sandatúninu. Brennisteinn 1
áburði og kölkun jarðvegs hafa ekki aukið hráprótein í grasinu
svo marktækt sé, tafla 3.
Vaxandi alhliða áburðargjöf (NPK, NPK+S og NPK+S+kalk)
hafði nokkur áhrif til aukningar á hrápróteini £ grasi,
tafla 4. Þó var níturupptaka túngróðursins enn takmarkandi
fyrir grasvöxt við stærstu áburðarskammtana, 180 N, 48 P og
58 K í áburöi.
Niðurstöður steinefnamælinga birtast hér aðeins fyrir þá
tilraunaliði, sem gáfu grasvöxt yfir 4,0 tonn þurrefni i grasi
á ha, tafla 5. Níturnæring gróðursins á sandatúninu var ekki
þaö eina sem var af skornum skammti heldur einni^ fosfór og
kalí í grasinu. Samanburður við aðrar tilraunir ^endir til
þess að grasvöxtur hafi takmarkast verulega af upptöku á
meginnæringarefnunum þremur N, P og K, ekki siður þar sem vel
er séð fyrir brennisteinsþörf og kalkþörf.
í tilraun 593-82 kemur fram brennisteinsskortur, þar
sem brennisteinn í grasi var minni en 0,12% f þurrefni og
hlutfall nfturs og brennisteins (N:S) var yfir 15.
Hvorki Græðir 4A (2% S) né Græðir 7 (7% S) sáu til fulls
fyrir brennisteinsþörf túngróðursins i tilraun nr. 594-82,
eftir samanburöi á niðurstöðum tilraunanna tveggja að dæma.'
Brennisteinn í grasi var á bilinu 0.07 - 0.10% nema þar sem
borin voru á 180 N í Græði 4A oct Grœði 7 bar mældist 0.12%.
Hlutfall milli níturs og brennisteins var á bilinu 17 -
25, hæst þar sem Græðir 4 án brennisteins var notaður. Undan-
skilinn er þá gróður, þar sem 180 N i Græði 4A (2% S) var
notað. Þar mældist N:S = 15.
L0KA0RD.
Tilraunirnar i Gunnarsholti sumarið 1982 gefa tilefni til
áframhaldandi rannsókna á áburðarþörf og kalkþörf á sandatúnum.
Niðurstöður þessa fyrsta tilraunaárs hafa þegar leitt til
endurskoðunar á áburðarnotkun á komandi sumri og fyrirhuguö