Ráðunautafundur - 12.02.1983, Page 91

Ráðunautafundur - 12.02.1983, Page 91
151 Vallarfoxgras. Langmestar mælingar eru til á vallarfoxgrasi. Niðurstöður um fall meltanleikans þegar líður á sumarið eru nokkuð breytilegar. Þannig hefur vallarfoxgras haldið meltanleikanum vel í klippingartilrauninni á Korpu (440) 1979 og 1980. í sláttutímatilrauninni 515-80 fékkst mun hærri stuðull á sama stað, munar 1,19±0,35 á hallastuðlum frá sama sumri. Tölur úr tilraun nr. 269-70 eru frá þremur stöðum og tveimur til þremur árum á hverjum stað. Af þeim skera sig úr niðurstöður frá Sámsstöðum 1973 þar sem meltanleikinn féll um 4,8%±0,4 á viku í tæpar fjórar vikur. í önnur skipti voru um sjö vikur frá fyrsta að síðasta sláttutíma, nema tíu vikur á Akureyri 1972. Þar féll meltanleikinn um 1,05% á viku. Að þessum tveimur gildum slepptum féll meltanleikinn í tilraun nr. 269-70 um 2,07±0,15. Reiknað út frá tilraunaskekkjunni einni er meðalskekkjan 0,10. Einfalt meðaltal allra hallarstuðla vallarfoxgrass í 1. töflu er 2,13±0,14 , þar sem meðalskekkjan 0,14 er reiknuð út frá meðalskekkju einstakra stuðla. Sama meðalskekkja, 0,14 fæst, ef hún er metin á breytileika sjálfra hallarstuðlanna. Samkvæmt þessum niðurstöðum mætti ætla, að stuðullinn væri hinn sami á öllum árum og stöðum, mismunandi talnagildi stöfuðu einungis af skekkju í mati. Áður var þð bent á mismun hallastuðla 1 tveimur tilraunum á Korpu 1980. Fleiri slík dæmi má finna. Hér að ofan var ekkert tillit tekið til þess, þegar breytileiki stuðlanna var skoðaður, að þeir voru ákvarðaðir með misjafnri nákvæmni. Þegar tillit hefur verið tekið til þess, fæst, að þeir sjálfir séu breytilegir með meðalfrávikið 0,42, ef sleppt er þeim tveim gildum úr tilraun nr. 269-70 sem áður getur og tilraun nr. 439-77 á Hvanneyri, og við þann breytileika bætist svo tilraunaskekkjan. Að þessari niðurstöðu fenginni var vegið meðaltal reiknað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.