Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 71
61
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1985
SVlNARÆKT - NIÐURSTÖÐUR ÚR SKÝRSLUHALDI
Pétur Sigtryggsson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir helstu niðurstöðum
úr skýrsluhaldi, sem framkvœmt hefur verið í svinabúinu að Hamri,
Mosfellssveit, allt frá miðju ári 1980.
Áður en skýrt er frá niðurstöóum þessa skýrsluhalds er rétt að vekja
athygli á nokkrum staðreyndum varðandi íslenska svínarækt. Allt frá árinu
1938 er talið að islenski svinastofninn hafi verið einangraður hér á
landi. Samkvæmt talningu fóðurbirgðafélaganna voru einungis 138 svín, sex
mánaða og eldri, hér á landi árið 1932. Samsvarandi fjöldi svína hér á
landi er talinn hafa veriö 458 svín árið 1940. Árið 1938 voru sett lög,
sem bönnuðu allan innflutning á búfé til landsins.
Ef gengið er út frá þvi að enginn ólöglegur innflutningur á svínum eða
sæði hafi átt sér stað frá árinu 1938, þá er augljóst að vegna einangrunar
og smæðar stofnsins hefur mikil skyldleikarækt verið í islenskri
svinarækt. Einnig er ljóst að engar eða mjög litlar skipulagðar kynbætur,
merkingar eða skýrsluhald hafa verið vióhöfð í svinarækt hér á landi allt
fram að árinu 1980. Afleiðing þessa er meðal annars að islenskir
svinabændur standa nú uppi með einn allra lélegasta svínastofn, sem
fyrirfinnst i Evrópu. Til þess að ráða bót á þessu ófremdarástandi er
nauðsynlegt að halögóð vitneskja liggi fyrir um kosti og ókosti islenska
svínastofnsins. Þessi vitneskja verður einnig að vera fyrir hendi, ef
islenskir svínabændur eiga að geta notfært sér reynslu og þekkingu annarra
þjóóa i svinarækt.
Núna þegar fyrirsjáanlegt er, að draga verður mikið úr framleiðslu
sauðfjárafurða vegna óhagstæðs verðs og sölutregðu á erlendura mörkuðum, er
það nauðsynlegt fyrir bændastéttina að notfæra sér alla hagstæða markaði
fyrir landbúnaðarvörur og bæta rekstur búvöruframleiðslunnar.
Hvað svinaræktina varóar þá ætti það aó vera tiltölulega auðvelt hér á
landi að auka hlutdeild islensks svínakjöts á svinakjötsmarkaðnum hér á
lanöi og jafnvel útiloka ólöglegan innflutning á svinakjöti og
kjötiðnaðarvörum úr svinakjöti með því að stórauka þekkingu svinabænda á
svínarækt, koma á almennu skýrsluhaldi og skipulögðum kynbótum og flytja
siðan inn i landið kynbótadýr, sem gefa af sér afuróir, sem eru i samræmi
við þær kröfur, sem neytendur gera i dag. Algjör fásinna er að láta sér
detta i hug að flytja inn i landið kynbótadýr, ef ekki er viötækt
skýrsluhald fyrir í landinu. Ef ekkert skýrsluhald væri fyrir i landinu,
þá mundu innfluttu kynbótadýrin og afkomendur þeirra hverfa á nokkrum árum