Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 184
-174-
og er ura 16% af heyi í útsveitum norðanlands (J.S., 1977). Auk þess er þaö
mikill hluti af heyfeng á Ströndum (Bjarni Guðmundsson, 1983). Língresi
þolir vel lágt sýrustig og þéttan jarðveg. Til dæmis hefur það orðið
nokkurskonar einkennistegund fyrir stækjureitina í tilraunum með mismunandi
tegundir köfnunarefnisáburðar.
Língresi hefur lxtið verið reynt í tilraunum hérlendis, enda eru fáir
norrænir stofnar á markaði. LÍngresi þroskar ekki fræ hér nema í góðum
árum og þykir lika erfitt í frærækt í útlöndum. Engar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að kynbæta islenskt lingresi. Síðustu ár hefur samt verið
notað íslenskt língresi í tilraunir. Það fékkst á Sámsstaðafit haustið
1980 og er að mestu skriðlíngresi, enda vaxið upp á rökum sandi. Auk þess
höfum við fengiö tvo stofna, sem lifa hér. Annar þeirra er norski stofninn
Leikvin og hinn er N-010 úr Norður-Svíþjóð. Þessir stofnar eru báðir
hálingresi og sá síðar nefndi minnir mjög á língresi, eins og það gerist í
túnum á Suðurlandi.
1 10. töflu er sýnd þekja língresis í tilraunum viða um land. Þar
sést, að ending þess fer mjög eftir landshlutum. 1 neðstu linu er þekja i
lingresistilraun á Sámsstööum gefin i hundraðshlutum, því að þar voru
viðmiðunarstofnarnir ekki til samanburðar.
10. tafla. Þekja lingresis á 3. og 4. ári frá sáningu
samkvæmt mati. Viðmiðun er vallarfoxgras (Korpa)
og vallarsveifgras (Holt og Fylking)
Einkunnir: Lingresi betra en viðmiðun 4
II jafnt og II 3
II lakara en II 2
" miklu lakara en 1
II ekki til 0
Leikvin N-010 islenskt
435-77 Skriðuklaustri 1
435-77 Efra-Asi 1
435-78 Kýrholti 2
415-76 Ærlækjarseli 2
415-81 Möóruvöllum 1
415-81 Staðarbakka 0
415-81 Baldursheimi 1
415-81 Rauðabergi 2
415-81 Bræðratungu 3 3 4
528-81 Korpu 3
567-81 Korpu 3
522-81 Sámsstöðum, þekja 96% 98% 84%
1 tilraun 567-81 á Korpu er lingresið N-010 bæði
í hreinrækt og
blöndu. Þær niðurstöður úr þeirri tilraun, sem varða lingresi, eru sýndar
í 8. og 9. töflu. Lingresið er þar mjög öflugt i samkeppni við
vallarfoxgras og vinnur á við alla sláttutíma, mest þó við miðsláttutímann.
Fáar athuganir eru til á meltanleika lingresis, en þó er sýnt, að það
jafnast ekki á við vallarfoxgras og sveifgras að þvi leyti, heldur lendir i
flokki með túnvingli. Meðaltal tveggja athugana frá 1966 og 1967 sýndi
66,9% meltanleika 20. júli, fallandi um 1,9 einingar á viku (H.B. og J.H.,