Ráðunautafundur - 11.02.1985, Síða 217
207
IV. Flutningur og pökkun.
Meö þeirri flutningatækni, sem nú er viðhöfð á stærstu
markaðssvæðunum, eiga kartöflurnar ekki að verða fyrir hnjaski,
sem rýrt gæti geymsluþol þeirra.
Pökkunarkerfið í Grænmetisverslun landbúnaðarins er í
stórum dráttum uppbyggt, sem hér segir:
Hvolft er úr kartöflupokunum i trektlaga geymi, sem tekur um
800 kg af kartöflum. Frá honum liggur færiband (keflaband) að
pökkunarbúnaðinum, en á þeirri leið er burstasamstæða, sem
kartöflurnar eru að jafnaði látnar fara um. Pökkunarbúnaðurinn
skammtar síðan kartöflurnar x bréfpoka, 2,5 kg eða 5 kg í hvern.
í 4.töflu greinir frá niðurstöðum mælinga varðandi með-
höndlunina í pökkunarbúnaðinum. Teknar voru handflokkaðar
kartöflur (Gullauga) og tekin sýni til ákvörðunar á þunga-
rýrnun og útlitsmats á mismunandi stöðum í kerfinu, 1) eftir
handflokkun, 2) eftir burstun, 3) eftir pökkun. Tölurnar sýna
rýrnun og mat að loknum tveim vikum í geymslu, annarsvegar við
20°C, hinsvegar við 5°C.
4.tafla. Áhrif pökkunarkerfis á geymsluþol.
Geymsluhiti 20°C Geymsluhiti 5°C
rýmun % einkunn rýmun % einkunn
1. Fyrir pökkun 7,38 6,7 2,00 7,8
2. Eftir burstun 8,04 5,5 2,07 6,4
3. Eftir pökkun 8,60 5,2 2,46 5,8
Niðurstöðurnar benda til þess, að rýrnun verði nokkru
meiri eftir meðhöndlun í pökkunarkerfinu en án hennar, en við
stærðfræðilegt mat á vigtunartölunum voru frítölur of fáar til
þess nothæft mat á skekkju fengist. Útlitsmatið gefur til
kynna nokkru greinilegri mun á kartöflunum eftir því, hvort
þær voru meðhöndlaðar í pökkunarkerfinu eða ekki.
V. Geymsluhiti.
Af þeim tölum, sem hér að framan eru skráðar í töflum,
kemur Ijóslega fram sá mikli munur, sem er á rýrnun
kartaflnanna eftir meðhöndlun með hliðsjón af því hita- og