Ráðunautafundur - 11.02.1985, Síða 210
200
1. tafla. Veirusjúkdómar i stofnafbrigðunum fjórum um 1978.
Hrukkutíglaveiki Duldir veirusjúkdómar
Afbrigði (X+Y veirur) (alsmitun)
(1-10% plantna) X s
Bintje
Gullauga + +
Helga + +
Rauðar ísl. + +
Stöngulsýkissmit var greinilega útbreitt, því ef skilyrði voru hagstæð
fyrir sjúkdóminn, gat tíðnin farið í um 5% og jafnvel hærra í Gullauga,
Helgu og Bintje. Blöðrukláði fannst í öllum afbrigóunum, en var þó
alvarlegastur i Helgu og var þar orsök "geldra kartaflna" í A-stofni, sem
kvartað var yfir. Farið var að bera á Phoma-rotnun, einkum i Bintje og
Rauðum íslenskiam, þótt það vandamál væri alls ekki af sömu stærðargráðu og
á Suðurlandi.
Aðgerðir til úrbóta.
Árið 1978 var hafið verkefni hjá Rala, sem haföi það að markmiöi að
stuðla að auknu heilbrigði i reektun á stofnútsæði kartaflna. Hefur
stofnunin notið þar aðstoðar Búnaðarsambands Eyjafjarðar og
Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum. Verkefni þetta var i þrem liðum
(áföngum):
a) Bændum innan stofnræktar var veitt aðstoð við að koma upp
heilbrigðari A-stofnum, þar sem beitt var úrvali og sótthreinsun
með thiabendazol. Með þessari aðferð tókst að bæta A-stofninn i
Gullauga með tilliti til hrukkutíglaveiki, stöngulsýki og
blöðrukláða. 1 öðrum afbrigðum dró verulega úr blöðrukláða i
A-stofni.
b) Árið 1978 voru myndaðir stofnar út frá græðlingum af
kartöfluplöntunni. Með slikum stofnum má draga úr útsæðisbornu
bakteriu- og sveppasmiti og eins er hægt að forðast plöntur með
sjáanlegum veirueinkennum (t.d. hrukkutiglaveiki). Aftur á móti er
tiðni hinna duldu veirusjúkdóma óbreytt. A-stofninn af Gullauga
(um 12 tonn) er nú allur kominn af græðlingastofni.
Græðlingastofnar (2) af Helgu eru nú um 20 tonn. 1
Gullauga-stofninum og öðrum Helgu-stofninum fundust hvorki
stöngulsýki né hrukkutiglaveiki haustió 1984.
c) M-stofnar (meristem-stofnar) eru myndaðir á eftirfarandi hátt:
Teknir eru vaxtarbroddar (meristem) úr brumum kartöfluplöntunnar,
þeir settir á tilbúið æti í ræktunarglasi, þar sem þeir vaxa i
heilsteyptar plöntur. Á þennan hátt er hægt að losna við hinar
duldu veirur og fá algjörlega heilbrigða og smitfria plöntu.
Plöntunni er síðan fjölgað og afkvæmi hennar mynda sjálfstæðan
stofn (klón). Þannig fengust á árunum 1978-1980 9 M-stofnar af
Rauðum islenskum og 5 af Helgu. Blóðvatnsprófun, er gerð var á
plöntunum i upphafi, sýndi, að tekist hafði að losna við X- og
S-veirurnar. Engin vafi er á, að M-stofnarnir af Helgu eru
veirufríir. Það hefur verið staðfest með sænskum prófunum. Hins