Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 186
-176-
7. Háliðagras.
Fyrr á árum tíðkaðist mjög að sá háliðagrasi í tún. Það entist þar
nokkuð misvel og menn þóttust sjá, að það þyldi illa súran jarðveg. Það
varð jafnvel einkenni á kölkuðum reitum i kalktilraunum, að þar lifði
háliðagras, en dó út annarsstaðar. Háliðagras hefur þá kosti, að það
sprettur snemma og getur gefið mikla uppskeru. það er aftur á móti mjög
nasmt fyrir sveppasmiti ýmiss konar og getur orðið alveg óaett af ryði og
myglu i vætutíð. Til viðbótar þolir það mjög illa hrakning á velli. Það er
tormelt og meltanleikinn fellur ört. Meðaltal þriggja athugana gefur
meltanleikann 62,2% 20. júli, fallandi um 2,5 einingar á viku (H.B. og
J.H., 1983). Notkun háliðagrass í sáóblöndur hefur nú að mestu lagst af og
engin ástæða er til að breyta því.
8. Snarrót.
1 kjölfar kalára hefur jafnan komið upp nokkur áhugi á snarrót. Hún
hefur sumsstaðar þótt standa betur af sér áföll af kali en annað gras.
Jóhannes Sigvaldason (1977) hefur þó bent á, að mest er af snarrót i
góðsveitum, þar sem sjaldan kelur. 1 tilraun með legutíma svella á
Möðruvöllum 1979 kom líka í ljós, aó snarrót hörfaði undan vallarsveifgrasi
úr reitum, þar sem svell lá lengst, en ríkti óhindruð i svelllausu
reitunum.
Snarrót gefur nokkuð mikla uppskeru eða fyllilega á við túnvingul og
sveifgras, og hún þolir vel slátt. En snarrót er, eins og menn vita, mjög
svo tormelt og illa nothæf af þeim sökum. Meðaltal fjögurra athugana gefur
meltanleikann 62,0% 20. júlí, fallandi um 1,8 einingar á viku. Snarrót
reynist vel til uppgræðslu á fjöllum (Á.H. og Þ.T., 1984), en engin ástæða
virðist til að sá henni i tún.
III. Vangaveltur.
Uppskerumunur milli stofna sömu tegundar er oftast óverulegur, nema aó
til komi kal á misþolnum stofnum. Uppskerumunur milli tegunda er lika i
mörgum tilvikum næsta litill, eins og áður var drepið á i samanburði
sveifgrass, túnvinguls og lingresis. Stundum er þess lika getið, að
uppskera breytist ekki að marki, þótt sáðgresi af síðast nefndu tegundunxim
hverfi og innlendur gróður taki vió (Á.H., 1982, HÓlmgeir Björnsson,
1982). Vallarfoxgras og beringspuntur skila að visu mun meiri uppskeru en
aðrar tegundir, ef slegið er seint, en sé slegið nálægt skriði
vallarfoxgrass, er því ekki fyrir að fara.
Athygli manna hefur þvi beinst að þoli grass og gæðum uppskerunnar. 1
köflunum hér á undan hafa verið taldir upp þeir stofnar, sem geta lifað
hérlendis flest ár á góðu landi og endast svo sem eina sauðarævi i
samkeppni við innlendan gróður.
Þeim átta grastegundum, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, má
skipta i þrjá flokka eftir meltanleika. 1 fyrsta flokki eru vallarfoxgras,
beringspuntur og vallarsveifgras með meltanleika 69% og þar yfir um 20.
júlí i meðalári. 1 öðrum flokki eru língresi, túnvingull og hávingull með
meltanleika á bilinu 64-68% á sama tima sumars. 1 þriðja flokki eru svo
snarrót og háliðagras með meltanleika ekki meiri en 62% um 20. júlí.