Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 216
206
loknum 2ja vikna geymsluvtíma var hún 15-20% meiri vi6 burstun
eina heldur en án hennar. Vélflokkun og burstun hefur aö
jafnaði valdiö 40-50% meiri rýrnun en átti sér staö viö geymslu
á handflokkuÖum og óburstuðum kartöflum.
Einkunnir fyrir útlit eru í góöu samræmi viö þunga-
rýrnunina, þannig aÖ þær eru aö jafnaði lægri eftir því sem
meöhöndlun á kartöflunni er meiri.
III. Forhitun.
Erlendis er sumsstaðar taliö, aö kartöflur þoli betur
hnjask viö flokkun, ef þær eru hitaðar í 12-14°C, áöur en sú
meöhöndlun fer fram. Gerö var athugun á þessu atriöi í
tengslum viö fyrrnefndar flokkunartilraunir.
í l.töflu er liður (5), sem gefur til kynna lítiö eitt
minni rýrnun á geymslutímanum en sambærilegur liður án for-
hitunar (3). í nóvember 1983 var gerö tilraun meö forhitun
kartaflna (Gullauga) fyrir flokkun, og sýnir 3.tafla niður-
stööur hennar.
3.tafla. Áhrif forhitunar fyrir flokkun á geymsluþol.
Meöhöndlun Geymsluhiti 20°C Geymsluhiti 5°C
rýmun % einkunn rýmun % einkunn
Forhitun - handflokkun 4,55 7,8 1,74 7,3
" - vélflokkun 5,00 6,8 1,85 6,4
Ör kæligeymslu - handflokkun 4,99 8,1 1,58 8,5
" " - vélflokkun 5,63 7,4 2,07 7,5
Meö hliðsjón af niÖurstöðum £ 1. og 3.töflu virÖist for-
hitun kartaflnanna fyrir flokkun draga lítiö eitt úr rýrnun á
geymslutíma í samanburði við kartöflur, sem teknar eru beint
úr kartöflugeymslum. Þessi munur er þó lítill og vart raun-
hæfur. Sé litiö á útlitsmat í 3.töflu, kemur í ljós, aö for-
hitaðar kartöflur fá lægri einkunn en óhitaðar og er sá munur
mun meiri við 5°C geymsluhita heldur en 20°C. Niðurstööur
tilraunanna benda því til þess, aö ekki sé ávinningur aö upp-
hitun kartaflna fyrir flokkun.