Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 249
-239-
I þessum nýju reglum felst mikil einföldun frá þvi sem nú er. Geldær-
og sauðaflokkar eru lagðir niður og allt kjöt af fullorðnu, nema hrútakjöt
flokkað í þrjá flokka, og byggist sú flokkun að mestu leyti á fituþykkt á
síðu. Flokkurinn FIII samsvarar núverandi ÆIII flokki, þ.e. horaðar ær, en
FI spannar ÆII, ÆI og G-f]okkana, að svo miklu leyti sem offita fellir ekki
kjötió í FII-0.
Hér má segja að matinu sé snúið við, og væntanlega verður nú verðfellt
sumt af þvi kjöti, sem hæst hefur verið greitt hingað til. Ástæðan er
einföld. Aðstæður hafa breytst þannig á undanförnum árum, að fita er
forboóin og geldær- og sauóakjöt er ekki lengur notaó svo nokkru nemi í
hangikjöt eða saltkjöt, heldur fer nú svo til allt kjöt af fullorónu fé í
vinnslu, þar sem kjötgæði eru lítils metin en magnið af rauðum vöðva er það
sem máli skiptir varðandi nýtingarhlutfall heilla skrokka.
Fyrr i vetur var geró athugun á nýtingu ærkjöts hjá Afurðasölu SlS.
Hún sýndi að fituþykkt á siðu er besti einstaki mælikvarði á hlutfall rauðs
vöðva i skrokknum. Eftir er að gera þessa athugun endanlega upp með
hliðsjón af verómæti vöðva og fitu, sem fyrst og fremst veltur á því, hve
mikil fita má vera i skrokk án þess aó nýtingarhlutfall hans lækki i
vinnslunni. Fitumörkin (15 mm) í tillögunni veróa endurskbðuð i ljósi
þeirra nióurstaðna.
Hrútaflokkum er fækkað um einn i ljósi þess, að hér er yfirleitt um
verðlitla vöru að ræða, hvort heldur er af holdgóðum hrútum eða rýrum.
Hins vegar þykir eólilegt aö flokka hrútakjöt ennþá eftir sláturtíma, og þá
um leið holdafari að því leyti, að rýrir skrokkar komist aldrei í HI, þótt
þeim sé slátrað snemma. Þá er tekin upp sú nýjung að fella i HII kjöt af
lambhrútum, sem ekki er slátrað fyrr en í nóvember. Þetta er byggt á þeirri
vissu, aó hætta á hrútabragði stór eykst á þessum tíma, og ástæðulaust er
meó öllu að slátra hrútum svo seint. Það er slóðaskapur, sem getur skaðað
markaóinn og á að útrýma.
Þær þrjár greinar, sem á eftir fara krefjast engra útskýringa, en á
það skal að lokum bent, að felldur hefur verið niður kaflinn um verkun
saltkjöts til útflutnings, þar sem sá útflutningur er nú úr sögunni.
3. Kindakjöt með heilbrigðisstimpli /S\ .
Allt kindakjöt, sem dýralæknir eða annar kjötskoðunarlæknir metur sjúkt og
merkir meö heilbrigðisstimpli /s\ , skal merkt þannig:
a. Kjöt af dilkum, DIV.
b. Kjöt af fullorðnu fé, veturgömlu
og eldra, FIV.
4. Um mat á kindakjöti utan venjulegs sláturtima.
Lambhrútar, sem fæddir eru aó vori og slátrað er 1. nóvember eóa síðar
skulu metnir í HII, séu þeir ógeltir. Um slátrun lamba utan venjulegs
sláturtima t.d. fyrir jóla- eða páskamarkað, gilda aó öðru leyti
ofanskráðar matsreglur, en þó er heimilt að vikja frá þeim, sé um það
samkomulag framleiöanda og kaupanda kjötsins.