Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 246
-236-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1985
KINDAKJÖTSMAT
Sigurgeir Þorgeirsson
Rannsóknastofnun landbúnaóarins.
Inngangur.
Kjötmatsnefnd hefur oröiö sammála um aö leggja til verulegar
breytingar á reglum um kindakjötsmat, bæöi hvaö varöar kjöt af dilkum og
fullorónu fé. Dilkakjötsmatiö hefur mætt talsverðri gagnrýni á undanförnum
árum, og þótt sú gagnrýni hafi gjarnan beinst aó framkvæmd matsins fremur
en reglunum sjálfum, er þaö álit nefndarinnar, aö breyttar reglur geti
stuólaö aó auknu samreemi i mati milli sláturstaóa. þaö breytir þó ekki
því, aö endanlega byggist árangur matsins á hæfni matsmanna, og um þaó er
jafnframt samkomulag í nefndinni, að þjálfun þeirra þurfi aö stórbæta og
jafnvel gera hæfnispróf aó skilyrði fyrir starfsleyfi.
Sá kafli úr drögum aö nýrri kjötmatsreglugerð, sem fer hér á eftir meö
útskýringum og athugasemdum, er ekki aö öllu leyti fullmótaöur, enda
tilgangurinn meó þessari kynningu aö fá viöbrögö ráðunauta og annarra
áhugamanna viö nýjum hugmyndum.
1. Dilkakjöt.
Dilkakjöt sem selja skal innanlands nýtt, fryst, saltaö eöa reykt, eöa
flytja skal á erlendan markaó skal flokkaó tvöfaldri flokkun, annars vegar
eftir vaxtarlagi og vöðvafyllingu, en hins vegar eftir fitustigi.
Vaxtarlagsflokkar eru fjórir: DI*, DI, DII og DIII, en fituflokkar þrír: A,
B og C.
a. 1 Stjörnu-flokk skal meta þéttvaxna skrokka meö greinilegum
ræktunareinkennum, sérlega vel vöövafyllta, einkum i lærum og á baki,
jafnvaxna um bóga og meö jafnri, hvítri fitudreifingu um allan skrokkinn.
Ekki skal meta i stjörnuflokk skrokka, sem eru feitari en svo að þeir
flokkist i fituflokk A eöa B, skv. skilgreiningu aö neöan. Skrokkar i
þessum flokki skulu merktir meö DI*, A eöa B.
1 fyrsta flokk skal meta sæmilega vel vaxna og vöðvafyllta skrokka
gallalausa i útliti. Þeir séu merktir DI, auk fituflokkunar A, B eöa C.
1 annan flokk skal meta fremur þunnvaxna og holdrýra skrokka, þeir
flokkast ekki nánar eftir fitustigi og skulu merkjast meö DII.
1 þriója flokk skal meta mjög holdrýra og útlitsgallaóa skrokka. Þeir
flokkast ekki nánar eftir fitustigi og skulu merkjast meó DIII.
b. Fituflokkun skal byggjast á sjónmati og mælingu fituþykktar á siöu, þ.e.
á 12. rifbeini 11 cm frá miöjum hrygg. 1 fituflokk A skal meta skrokka með
"lítilli" fitu, sem sé ekki þykkari en 8 mm utan á rifbeini, 11 cm frá
miójum hrygg. Ennfremur séu hvergi á skrokknum áberandi fitukleprar.