Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 179
-169-
Litils háttar munur fannst á meltanleika eftir stofnum i tilraun
440-77 á Korpu. Par var Korpa best þessarra margnefndu þriggja stofna
(H.B. og J.H., 1983). 1 2. töflu birtast hér til samanburðar nýjar
meltanleikatölur úr tilraun 582-,82 á Korpu.
2. tafla. Meltanleiki sex vallarfoxgrasstofna úr
tilraun 582-82 á Korpu árið 1983.
Fyrri sláttur.
Meltanleiki þe., % Fallandi
sl. 30. .6. sl. 27.7. á viku
Engmo 75,1 70,6 -1,1
Korpa 73,9 68,9 -1,3
Adda 74,5 70,5 -1,0
Saga 75,3 70,1 -1,3
Tiiti 74,9 69,2 -1,4
Bottnia IX 73,8 68,6 -1,3
Meðaltal 74,6 69,7 -1,2
þessu tilviki er ekki marktækur munur á stofnum
Hæga fallandi
meltanleikans miðað við fyrri niðurstöður má aö nokkru skýra með þvi, að
fyrri sláttutími var tólf dögum fyrir skrið vallarfoxgrass.
Vallarfoxgras sprettur langt fram eftir sumri og skilar meiri uppskeru
en nokkur önnur grastegund, þegar slegið er seint. Þessa yfirburði hefur
það ekki, ef slegið er snemma og oftar en einu sinni.
1 3. töflu eru uppskerutölur úr þremur tilraunum á Korpu. Til
samanburðar er valið vallarsveifgras og tekið meðaltal stofnanna Fylkingar
og islensks stofns. Alltaf var slegin há eftir sláttutimann 29.6., og
eftir slátt 20.7. árin 1981 og 1982, en ekki 1983. Há var aldrei slegin
eftir slátt 27.7. og 10.8.
3. tafla Uppskera úr þremur tilraunum á Korpu.
Uppskera alls, hkg þe./ha, mt. ára
l.sl: 29.6. 20.7. 27.7. 10.8
509-80 1981-82 Korpa 40 59 75
Fylking °g 07 40 47 49
567-81 1982-84 Korpa 47 62 66
Fylking °g 06 49 45 52
568-81 1982-84 Korpa 44 70
Fylking °g 06 45 48
Eins og sést á 3. töflu gefur vallarfoxgras sist meiri uppskeru en
vallarsveifgras, ef það er slegið um eða rétt eftir skrið. Auk þess hefur
komið i ljós, að vallarfoxgras þolir þá meðferð mjög illa. Myndun nýrra
vaxtarsprota tekur langan tima og vöxtur stöðvast lengur en hjá flestum
öðrum tegundum. Vallarfoxgras ber þvi skarðan hlut úr samkeppni við annan
gróður við slika meðferð. Fái það hins vegar frið til þess aó spretta fram