Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 248
-238-
nota nú í sínu mati, sem er að stinga sérhannaðri reglustriku þvert inn á
12. rifbein ca. 11 cm frá miðjum hrygg. 1 þarlendum rannsóknum hefur verið
sýnt fram á, að slík mæling jafngildir nánast J-málinu, sem við höfum notað
og lýst er í fyrrnefndu erindi.
Um raörkin, sem sett eru milli fituflokka A, B og C (A jí 8 < B < 12 <
C) er það aó segja, að sæmilega þroskaðir og vöðvafylltir skrokkar finnast
varla með minna en 4-5 mm siðufitu. Ný-Sjálendingar hafa sett 12 mm mörk
fyrir útflutningskjöti, og mun láta nærri, að slík mörk samsvari þeim
reglum, sem nú gilda um O-flokkinn hér, og er ekki óeðlilegt að halda þeim
mörkum. Mörkin milli A og B skipta þá þessum flokkum þannig að ca. 4 mm
sveifla i fituþykkt er innan hvors þeirra.
Með núgildandi reglugerð var í fyrsta skipti tekinn upp sérstakur
úrvalsflokkur, stjörnuflokkurinn. Um það er löngum deild hvort hann eigi
nokkurn rétt á sér, og koma þar ýmis sjónarmið til, sem ekki verða rakin
hér. 1 rannsókn þeirri sem lýst er annars staðar í hefti þessu og áður er
til vitnað, koma fram gild rök fyrir því að viðhalda stjörnuflokknum og
útvíkka hann með tvenns konar fitustigi. Óþarft er aö endurtaka þau rök
hér. Hins vegar er eftir að skilgreina nákvæmlega skiptingu i DI*, DI, DII
og DIII út frá vaxtarlagi og vöðvafyllingu, en til stendur, að þaó verði
gert í formi myndaseríu, sem matsmenn hafi sér til leiðbeiningar.
önnur breyting á reglum um dilkakjöt er sú helst, að skrokkar, sem
felldir eru í mati vegna skemmda skulu merktir sérstaklega, en ekki ruglað
saman vió aðra gæðaflokka, eins og hingaó til hefur verið gert.
Örvalsskrokkur með minni háttar marbletti á ekkert sameiginlegt með
venjulegum horskrokkum.
2. Kjöt af veturgömlu og fullorðnu fé.
a. Kjöt af veturgömlu fé, gimbrum og geldingum skal merkja VI, ef
skrokkarnir eru seemilega vöðvafylltir og fallegir í útliti. Aðra skrokka
skal meta og merkja í fulloróinsflokka eftir holdum og útliti. Veturgamla
hrúta skal merkja VII séu þeir holdgóðir og þeim slátrað ekki siðar en 10.
október, ella fari þeir i HII.
b. Kjöt af fullorðnum ám, mylkum sem geldum, og sauðum skal meta og merkja
FI, FII-0 eða FIII eftir vöðvafyllingu, fitu og útliti.
í FI^ skal meta útlitsgóða skrokka, sem ekki eru of feitir. Leitast skal
við að meta fitu með hliðsjón af vöðvafyllingu, en til viðmiðunar telst
skrokkur of feitur sé mesta fituþykkt á siöu við 12. rifbein meira en 15
mm.
1 FII-0 skal meta útlitsgóöa skrokka, sem teljast of feitir, sbr.
skilgreiningu á FI.
1 FIII skal meta alla mjög rýra skrokka og gallaða i útliti.
c. Kjöt af fullorónum hrútum og rýrum veturgömlum skal meta i tvo
gæðaflokka, HI og HII.
1 HI skal meta vel vöðvafyllta og vel útlitandi skrokka, sé hrútunum
slátrað ekki siðar en 10 október.
í HII skal meta rýra og/eða útlitsljóta skrokka af hrútum, sem slátrað er
fyrir 11. október og allt kjöt af hrútum sem slátrað er eftir þann tíma.
Ennfremur skal meta í þennan flokk skrokka af lambhrútum, sem slátrað er 1.
nóvember eða siðar.