Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 182
-172-
sláttutima. Þar reynist hann sterkari en vallarfoxgras i samkeppni við
vallarsveifgras og hefur líka betur i reitum meö vallarfoxgrasi (Rikharð
Brynjólfsson, 1984).
Beringspuntur reynist allt að þvi jafnauðmeltur og vallarfoxgras.
Meðaltal fjögurra athugana gefur meltanleikann 69,4% 20. júlí, fallandi um
1,2 einingar á viku (H.B. og J.H., 1983). Hey af beringspunti reynist lika
sæmilega lystugt og viðunandi til fóðurs (Bjarni Guðmundsson, 1984).
3. Vallarsveifgras.
Vallarsveifgras hefur verið ein aðalgrastegundin í islenskum túnum
öldum saman. Vallarsveifgras er talið um 24% af uppskeru af túnum á
Norðurlandi (Jóhannes Sigvaldason, 1977) og þekur um 10% af gömlum túnum i
Rangárvallasýslu (Guðni Þorvaldsson, 1981). Vallarsveifgrasi hefur verið
sáð í flög núna í nokkra áratugi, oftast í blöndu með öðrum tegundum. Það
hefur þótt henta vel i blöndu með vallarfoxgrasi. Þá þéttir sveifgrasið
svöróinn og sprettur fljótt eftir slátt.
Fjöldi stofna hefur verið reyndur i tilraunum hérlendis og hafa þeir
reynst nokkuð misþolnir. Tveir stofnar hafa borið af. Það er Fylking frá
Sviþjóð og Holt frá Norður-Noregi (H.B. og G.Þ., 1983). Þessir stofnar eru
þó hvor öðrum ólikir. Holt sprettur snemma og skilar mikilli uppskeru i
fyrsta slætti, en sprettur litið eftir slátt og nær ekkert siðsumars trútt
sínum norðlæga uppruna. Fylking sprettur hinsvegar jafnt og þétt allt
sumarið og fram á haust og þolir slátt einstaklega vel.
Siðasta áratuginn hefur verið ræktað fræ af nokkrum islenskum
stofnum. Eftir fyrstu tilraunaárin var stofninn 01 talinn bestur (Á.H.,
1982), en siðan hafa stofnarnir 06 og 07 reynst nokkuð vel í tilraunum. Af
útlendum stofnum, sem hingað hafa borist hin siðari ár, er sænski stofninn
Birka helst athyglisverður, en hann er þó hvergi nærri fullreyndur. Lika
má nefna norska stofninn Leikra, en hann hefur dugað afbragðsvel i
Norður-Noregi. Hann er enn nánast óreyndur hérlendis.
Vallarsveifgras er talið gott til fóðurs og beitar. Meltanleiki er að
meðaltali 69,0% 20. júli og fellur um 1,0 einingu á viku. Meðaltal af
meltanleika sveifgrasstofna hefur þó takmarkað gildi vegna þess, hvað þeir
eru ólíkir innbyrðis.
Uppskera sveifgrass i samanburði við vallarfoxgras er sýnd i 3. töflu
hér aó framan. 1 8. töflu er aftur á móti sýnd uppskera nokkurra
sveifgrasstofna í samanburði við lingresi og túnvingul. Háarslætti var
háttað, eins og lýst var i aðfararorðum 3. töflu.