Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 178
-168-
II. Einstakar tegundir.
1. Vallarfoxgras.
Vallarfoxgrasi hefur verió sáó i tún hérlendis núna i nokkra áratugi.
Lengi vel var ekki völ á nægilega þolnum stofni, en úr því rættist, þegar
Engmo kom á markaðinn fyrir rúmum 30 árum. Sá stofn er ættaður norðan úr
Troms i Noregi. Reynslan hefur líka sýnt, að varla þýðir að reyna hér
annað vallarfoxgras útlent en það, sem á uppruna nyrst i Skandinavíu.
Tilraunir með mismunandi stofna af vallarfoxgrasi hófust um siðustu
aldamót og nú hafa verið reyndir um 80 stofnar frá mörgum löndum.
Samandregnar niðurstöður sýna, að einungis þrir stofnar af vallarfoxgrasi
geta talist nógu þolnir fyrir hérlendar aðstæður. Peir eru norski stofninn
Engmo, sem fyrr var nefndur, og íslensku stofnarnir Korpa og Adda (Á.H.,
1982, H.B. og G.Þ., 1983). Þeir siðarnefndu voru valdir úr
vallarfoxgrasi, sem lifað hafði af í kaltúnum, aðallega vestanlands. Þessir
stofnar þrir eru allir mjög áþekkir á vöxt og þekkjast auðveldlega frá
öðrum vallarfoxgrasstofnum haust og vor. Þá eru þeir mjög lágvaxnir og
dökkgrænir. Þeir spretta mest snemmsumars og gefa litla há og auk þess
fara þeir varlega af stað á vorin.
1 1. töflu er gerð tilraun til þess að sýna sérstöðu þessarra stofna.
Þeir eru þar bornir saman við þrjá aðra norðlæga stofna.
1. tafla. Tölur úr tilraun 582-82 á Korpu.
Uppskera, hkg þe./ha, mt. 1983 og 1984 Spretta Hæð strás
1. slt. 2. slt. e.sl.1982 24.5.1984
sl.30.6. sl.25.8. alls sl. 27.7. Eink. 0-2 cm.
Engmo, Korpa, Adda 37 8 45 53 0,3 8
Bottnia II, Saga,
Tiiti 35 11 46 52 1,5 10
Bottnia II og Saga eru sænskir stofnar, en Tiiti er finnskt :. Sá
fyrstnefndi er gamalreyndur stofn, en hinir tveir eru nýir i tilraunum
hérlendis. Hólmgeir Björnsson og Guðni Þorvaldsson (1983) telja Bottníu II
og norska stofninn Bodin koma næsta á eftir stofnunum þremur, sem áður voru
nefndir, að þoli til. Saga og Tiiti eru enn hvergi nærri fullreyndir, en
líklega má flokka þá með Bodin og Bottniu.
Samkvæmt samantekt Hólmgeirs Björnssonar og Jónatans Hermanssonar
(1983) er meltanleiki þurrefnis i vallarfoxgrasi 73,2% við skrið þess. Að
meðaltali er meltanleikinn 69,2% 20. júlí, fallandi um 2,1 einingu á viku
eftir beinni línu frá skriði. Þarna er um að ræða meðaltal 10 rannsókna
frá ýmsum stöðum og árum. Eingöngu voru þar teknir með stofnarnir Engmó,
Korpa og Adda.
Fyrri hluta sumars er meltanleiki vallarfoxgrass samkvæmt þessu meiri
en annars grass i túni. Að vísu hafa menn látið sér detta í hug, að aðferð
Tilly og Terrey, sem hér hefur verið notuð til meltanleikaákvörðunar geti
ofmetið meltanlegt tréni og þar með vallarfoxgras i samanburði við aðrar
grastegundir. (H.B. og J.H., 1983).