Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 244
-234-
þremur. Þar er sýndur þungi vöðva í gröitimum, hlutfall þeirra af
heildarvöðva skrokksins, svo og hlutfallslegur munur milli flokka. Af
töflunni má álykta, að vaxtarlagsmismunur tengist hvað mest vöðvamagni í
hrygg. Þannig er hryggvöðvinn (L.dorsi) 7% þyngri i DI* en í DI og 15%
þyngri en í DII, lundirnar 11% þyngri og sé spjaldhryggurinn tekinn í heild
þá er vöðvinn í honum 12% þyngri í ÐI* en í DI og 22% þyngri en í DII, við
sama fallþunga og sömu fituþykkt. Hér er um umtalsverðan mun að ræða og
mun meiri en kom fram milli heilla skrokkhluta, sem gefur vísbendingu um
jafnari fitudreifingu í stjörnuskrokkunum.
d) Samband skrokkmála og vefjahlutfalla.
Auk samanburöar milli gæðaflokka voru gögnin notuð til að rannsaka
samband einstakra skrokkmála við vefjahlutföll skrokksins, með þaó i huga
að finna hvaða mál væru ganglegust til að segja fyrir um vefjasamsetningu
skrokksins.
Tafla 8. Fylgni skrokkmála við skrokkvefi
að jöfnum fallþunga.
Bein Vöðvi Fita Hlutfall Vöðvi/bein
T 0.80 -0.03 -0.33 -0.73
F - T 0.74 -0.26 -0.12 -0.80
UL -0.55 0.46 -0.16 0.71
A 0.14 0.55 -0.50 0.13
B -0.58 0.43 -0.17 0.78
A x B -0.38 0.65 -0.41 0.69
C -0.39 -0.37 0.48 0.18
J -0.65 -0.44 0.72 0.38
Tafla 8 sýnir fylgnitölur milli mála og vefjaþunga að jöfnum
fallþunga. Af þeim málum, sem tekin voru sýnir lengd langleggjar (T) hæstu
fylgni við beinaþyngd (0.80) en fituþykkt á síðu hæstu neikvæðu fylgni
(-0.65). Flatarmál bakvöðva er besti einstaki mælikvarði á vöðvaþunga
(r=0.65) en neikvæóasta sambandið er við J (-0.44). Eins og vænta má eru
bæði fitumálin jákvætt tengd fitumagni í skrokknum, en J-málið er þó miklum
mun sterkar tengt því (r=0 .72) en C-málið (r=0.48). Hvað snertir hlutfall
vöðva og beina, þá eru þykkt bakvöðvans og klofdýpt nátengdust þessum
eiginleika. Það vekur sérstaka athygli, að þykkt bakvöðvans ein sér (B)
skuli tengjast hlutfalli vöðva og beina nánar (r=0.78) en flatarmál
bakvöðvans (AxB, r=0 -69). Skýringin á þessu felst 1 hinu neikvæða
sambandi, sem er á milli þykktarvaxtar vöðva og langra, þungra beina.
Höfuð einkenni úrvals (*) -skrokka eru því þykkir vöðvar á stuttum beinum.
1 framhaldi af þessu voru valin sterkustu málin í hverju tilviki til
að segja fyrir um vefjasamsetningu skrokksins. Likingarnar eru sýndar í
töflu 9 ásamt mati á nákvæmni þeirra.