Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 74
64
Fæðingarþungi grísa hefur mikil áhrif á lifsþrótt þeirra. Lifslíkur
gríss eru ekki miklar, ef fæðingarþunginn er undir 1,0 kg. Þetta kemur
best fram i''töflu nr. 5, en þar eru birtar danskar niðurstöður varðandi
fæðingarþunga og lifsþrótt grisa.
Tafla nr. 5. FæðingarbunEÍ og vanhöld grísa (danskar niðurstöður)
Rtóingarþungi, kg 0,50-0,69 0,70-0,99 1,00-1,29 1,30-1,59 1,69-1,89 1,90-2,29
QrViir dauðir,.%. 5 7,4 14,9 2,8 1,4 0,7 0,3
Dóu á mjólkurskeiði, % 32,2 38,6 22,8 13,1 9,8 5,3
Lifandi við fráfærur, % 10,4 46,5 74,4 85,5 89,5 94,4
Einnig hefur fæðingarþungi mikil áhrif á vaxtarhraða grisanna og þar með
áhrif á aldur þeirra við slátrun.
Á Norðurlöndum er meðalfæðingarþungi grisa á bilinu 1,4-1,5 kg.
Meðalfæðingarþungi allra lifandi fæddra grisa i þessu skýrsluhaldi frá
árunum 1980-1983, eða alls 6859 grísa, er 1,22 kg.
1 töflu 6 eru bornar saman niðurstöður úr skýrsluhaldi áranna 1981,
1982 og 1983 við samskonar danskar niðurstöður.
Tafla nr. 6. Fæðingarþungi og vanhöld grísa á Hamri.
Samanburður við danskar niðurstöður.
Skýrsluár Danskar
1981 1982 1983 riiðurstöður
Reðingarþungi, kg 1,24 1,23 1,21 1,00-1,29 1,30-1,59
Fceddir dauðir, % 9,74 8,48 6,50 2,8 1,4
Dóu á mjólkurskeiði, % 12,04 8,65 9,53 22,8 13,1
Lifandi við fráfærur, % 78,22 82,87 83,97 74,4 85,5
Þegar tafla 6 er athuguð, sést að ástandið hvað varðar fæðingarþunga og
lifsþrótt íslensku grísanna við fæðingu er mun lakara en hjá þeim dönsku.
Mikil áhersla • hefur verið lögð á að auka fæðingarþunga islensku grisanna
við val á lifdýrum, en enginn árangur hefur náðst hvað þetta varðar.
Eftirtektarvert er hvað lifsþróttur islensku grísanna er lítill við fæðingu
miðaó viö dönsku grísina. Einnig er athyglisvert að þeir islensku grisir,
sem lifa af fæðinguna og fyrsta sólarhring þar á eftir virðast hafa meiri
lífsþrótt en dönsku grisirnir. Skýringin á þessum litla lífsþrótti
íslensku grisanna við fæðingu er án efa litill fæðingarþungi og mikil
skyldleikarækt.