Svava - 01.01.1895, Síða 11
LEYN'DARMALID
7
loka þig inni í þonsu herbargi og ljúka ekki upp fvrir nein-
um, þar til ég kem aftr. Ef dætur rnínar spyrja eftir mér, þá
segðu, að Sg verði að hafa næði“.
„Eins og þér óskið, frú“, svaraði stúlkan, er var alt of
vel vanin til þess, að láta í ljósi undrun yfir nokkurri skip-
un.
,,Ég reiði mig náttúrlega á, að þú ekki nefnir þetta við
nokkurn lifandi mann“, sagði frú Arkdale.
„Það getið þér reitt yðr á, frú“, svaraði stúlkan. „Ef
þér ekki viljið láta taka eftir yðr, væri, ef til vill, hetra, að
þér færuð í kveldkápu í staðinn fyrir hatt og sjal“, hætti
hún rólega við um leið og frúin gekk til dyranna. „Þér
kynnuð að mæta einhverjum, er þér gangið niðr, þá getið
þér borið kápuna á handleggnum“.
Frú Arkdale fylgdi þessu ráði og gekk rólega ofan
stigann. Hún fékk fljótt ástæðu til að vera stúlkunni þakk-
lát fyrir hugsunarsemina, því er hún kom niðr í fordyrið,
mætti hún einum þjónanna. Hún gekk rólega fram hjá
honum og inn í herbergi Arkdales lávarðar. Meðan hún
með óþolinmæði beið þar eftir tækifæri til að komast út, án
þess nokkur yrði var við, tók hún skyndiloga eftir tveim
skammhyssum, er lávarðrinn nýlega hafði keypt. Byssurnar
voru hlaðnar, og frú Arkdale datt í hug, að betra kynni að
vera, að hafa slíkt varnarvopn, þar ,hún , hvorki þekti húsið
né nágrennið, er hún skyldi heimsækja.
Hún stakk því annari skammbyssunni á sig, en lét kass-
ann, er þær voru í, á sinn stað, á stóra hyllu. A hæsta vet-
vangi tókst henni að komast út á stræti, án þess nokkur yrði
þess vár. Hún kallaði þegar á kerru og skipaði vagnstjóra,
tíl ins tiltekna staðar.
mtt. fvrir siálfst.iórn bá. p*v fWi Arkdale virtist hafa.