Svava - 01.01.1895, Page 39
LEYXDARMÁLID.
35
síPustu daga var liann tekinn aftr, að ræða íim stjórn-
mál við hana og hún var farin að liafa skemtun af þeim
samræðum. Þenna dag kom hann seinna, en hanu var
vanr og heið kona hans eftir honura með óþolinmæði.
Eejmdar vissi hún, að hann var að undirbúa sig til, að»
taka þátt í umræðunum um mikils varðandi mál, er ræð-
ast skyldi um kveldið. Loksins kom hann, og, er þau
voru ein, sagði frú Arkdale: „Henry, ég hefi drýgt stór-
synd gegn þér.“
„Hjartkærft Blanka,“ hrópaði maðr. hennar og leit
dauðhræddr til hennar. ,,Ég er viss um, að þú hefir
ekkert að ásaka þig fyrir.“
„Ég tala nú eklci lengr óráð, Henry,“ svaraði hún.
„Það sem ég nú ætla að segja, or fullkominn sannleikr.“
„Hvað er það þá?“ spurði hann órólegr.
• ,,Kg hefi aldrei sagt þér, IJenry, að ég var gift, áðr
en ég átti þig,“ svaiaði hún og leit skjálfandi undan.“
„Ég veit það vel. Ég hefi vitað það í mörg ár,“
sagði lávarðrinn með mestu stillingu, urn leið og hann
tók ina mögru, gagnsæu hönd frúarinnar og kysti hana.
„Ég vissi það áðr, en ég gekk að eiga þig.“
„Henry!“ hljóðaði frú Arkdale.
„Ég hefi aldrei haft það á orði, af því ég bar virð-
ing fyrir leyndarmáli þínu, elskan mín, og vildi eigi
særa þig með því, að minnast á það,“ sagði lávarðrinn,
sjáanlega undrandi útlit konu sinnar.
3*