Svava - 01.01.1895, Síða 50
'16
X.VNCE.
snijör, ogg og svínakjöt, ef J)ér vikluo gora svo vel og
koma heim.“
Wari'en tók með fögnuði móti þessu böði, og þó hann
hefði allmikla Jjörf á hressingu, var það þó einkum inn ó-
viðjafnanlegi svipr meyjarinnar, þetta töfrandi hros, bland-
ið feimni .og glettni, er gerði boðið svo fýsilegt í augum
hans.
í*au viku því næst á braut þessa, er lá af áðalveginum,
og tók stúlkan nú að verða dálítið málhreifari; hún sagði
honum, að hún hefði mist foreldra sína, en amma honnar
liáfði fóstrað hana og föðurbróðir hennar, er væri ekkju-
maðr, og ætti hann jörðina er þau byggju á.
Þau sáu brátt bæinn, er var lítill, fremr hrörlegr og
illa hirtr. Sorphrúgur lágu þar er þær alls okki áttu að
vera, verkfærin liggjandi á víð og dreif og alt oftir því.
Stúlkan gekk á undan inn í eldhúsið, er var málað
rautt; á gólfinu voru nokkrar hænur er sýndust vera á ráð-
stefnu.
Þar var ekki óhreinlegt inni. I bakháum stól hjá
stónni sat gömul kona og var að borða; hún var há og
grönn með hrukkótt andlit, er á'sinni tíð hafði verið frítt,
hvöss augu og þunnar varir. Kjóllinn hennar var mjög
upplitaðr og kappinn óhreinu.
Við borðið sat bóndinn—Thorpston bóndi — og mátti
á lionum sjá óþrifnaðinn í persónugerfi. Hann gat vel
staðið tírnum saman, stutt sig við girðinguna og rætt uni
stjórnmál og akryrkju, — því liann talaði meir um jarð-
rækt, en bvað hann starfaði að henni, enda bar búskápr
hans þess merki.