Svava - 01.01.1895, Page 165
HUN' ELSKADI HANN.
167
mælti faðiv Lily hjartanlega. Þúr ættuð að kaupa jörð
hér í grend, svo við gætum lifað öll saman í gleði og á-
nægju.“ Og nú sagði Le Marchant tengdasyni sínum til-
vonandi frá, að frú Massinger hefði nýlega gort hann
hamingjusamastau allra dauðlegra manna með því, að heita
honum eigin-orði.
„Ef J)ér og Lily eruð ekki á móti því, jiá ætla ég að
reyna að fá samþykki frú Massinger til, að hafa tvöfalda
gifting, þannig að við sláum saman.“
„Ég veit, að það lítr út sem vanþakklæti ; eu svo ég
segi sannleikann, þá er ég alveg á móti því,“ mælti Cecil.
„Ósk mín er, að gifting okkar Lily fari fram með sem
minstum glaumi, og að eiga að taka á móti fjölda af heilla-
óskabiófum út af eins helgri athöfn, og ég skoða hjóna-
hand okkar Lily, væri til að geramig vitlausann.“
„E>að hryggirmig að heyra þetta,“ mælti Le Marchant,
„Það liefði orðið svo fögur sjón að sjá þær standa saman
sem hrúðir.“
„Mér þykir slæmt, að geta ekki gert yðr þetta að
skapi, en ég verð að fara eftir mínu eigin höfði hvað gift—
ing þessa snertir," mælti Greyhourne. Og hann fékk að
fara eft'r sínu eigin höfði, því frú Massinger var jafn—
mikið á móti tvöfaldri gifting sem Ceeil Greyhourne.
Þannig giftist Lily í mestu kyrð og rósemi í litlu
þorps-kyrkjunni, er hún hafði verið skírð í og moðir henn-
ar var grafin hjá. Faðir hennar var einu viðstaddr, því
frú Massinger hafði ekki getað verið við — hún hafði
höfuöverk !!------