Svava - 01.01.1895, Page 218
220
UXDABLEG ERC ÖRLÖGIS
dag. Eu livað sem það kostaði, varðég að halda þetta út til
nœstu ársloka, því þá liafði ég von um, að koruast liærra
UPP í tiguar-stiga skrifstofunuar, og — það sem mestu varð-
aði — fít hærri k.tm.
Fyrir fimiu árum hafði faðir miuu komi/.t í verzlunar-
kröggur; haun hafði tekið sér það svo nærri, að hann réð
sér hana, en eftirlét konu sína og börn í botnlausum skuld-
um. Við móðir mín höfðum einsett okkr að borga skuld-
irnar, hvað sem það kostaði, ef okkr að eins entist aldr til.
0g okkr hafði gengið vel. Móðir míu var þrekmikil og
forsjál kona. Hún seldi fjölda manna fæði og græddi á
því. Syslir mín ver skólakennari í næsta þorpi, en ég var
einn míns liðs í höfuðborginni. Mér hafði boðizt staða á
skrifslofu og hafði móður minni sýnzt sjálfsagt, að sleppa
ekki svo góðu tækifæri, enda gekk mér allvel.
Eg hafði engin kynni af nokkrum manni, nema sam-
verkamönnum mínum, og þekti aðein.-, nokkuinvegin and-
litin ú fólki því er ég sat til borðs með á matsöluhúsinu,
þrem sinnum á dag. Ég hafði verið þar þrjú ár án þess
að eignast nokkurn vin, er orsakaðist af því, að ég mátti
engan tíma missa til skemtana eða umgengni við aðra.
Alli hugr minn var bundinn við starfa minn, og hvíld og
hressing fann ég í bókum mínum.
Eg kastaði mér niðr ó stól við borðið þegar ég kom
heim og sagði : „gefið mér heitt og sterkt kaífi, ég liefi á-
kafan höfuðverk.“ Næst mér sat fögur og einkar kvenleg
stúlka, yngri en ég; liún leit ti] mín með óvanalegri at-
3iygli og mælti: