Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Qupperneq 11

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Qupperneq 11
11 Setningarræða forseta kirkjuþings, Magnúsar E. Kristjánssonar Kirkjuþing 2015 er sett, 52. kirkjuþing hinnar íslensku Þjóðkirkju. Ég býð kirkjuþingsfulltrúa og góða gesti hjartanlega velkomna til setningarathafnar kirkjuþings. Sérstaklega vil ég bjóða forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson velkominn og þakka honum fyrir þá vinsemd sem hann sýnir kirkjuþingi með því að vera hér með okkur í dag. Ég á mínar bestu minningar af kirkjuferðum með ömmu minni og afa. Eftir að afi dó þá fórum við amma stundum í messu. Amma mín var fædd 1913. Hún hafði skoðanir á því hvernig fólk ætti að haga sér í kirkju og hvernig kirkjustarf ætti að vera. Sem dæmi má nefna að henni fannst það ekki passa að konur væru prestar og það mátti alls ekki syngja faðirvorið. Við vorum ekki sammála um þetta amma og ég. Samt fannst mér ákaflega gott að fara með henni í kirkju og á um það verðmætar minningar. Evangelísk lútersk þjóðkirkja á að mínu mati að hafa pláss bæði fyrir ömmu og mig. Eða er það ekki? Er ekki þjóðkirkja einmitt þannig að dyr hennar eru breiðar og þröskuldur lágur. Fólk velkomið eins og það er. Þegar amma dó þá var farið vandlega yfir það að útförin væri í samræmi við hennar viðhorf og ég er þakklátur fyrir að það var svo. Okkur í fjölskyldunni hefði þótt það miður ef við hefðum ekki getað haft það í samræmi við hennar skoðanir. Mér hefur þótt örla á því nú í seinni tíð að um leið og margir vilja vera opnari og frjálslyndari innan kirkjunnar þá herðast sumir stundum í afstöðunni til þeirra sem hafa íhaldssamari sjónarmið. Það er gott að vera frjálslyndur og víðsýnn, en á þá frjálslyndið, víðsýnin og umburðarlyndið ekki að ná til allra? Ekki getum við gert ráð fyrir að allt það fólk sem er í hinni íslensku þjóðkirkju verði sammála um allt og sennilega værum við sérstakur söfnuður ef svo væri. Trú er persónuleg og skilningur okkar er mismunandi. Þýðir „a credo“ ,ég trúi, eingöngu að viðkomandi játi ákveðnar kenningar? Má ekki líka skilja það sem tileinkun. Snúast ekki trúarbrögð um ákveðna hegðun? Að tileinka sér ákveðna hegðun og viðhorf í samræmi við sannfæringu sína og samvisku? Það má segja að kjarninn í flestum trúarbrögðum sé samúð. Hér nota ég orðið samúð í sömu merkingu og enska orðið compassion. Gullna reglan hefur verið þekkt lengi. M.a. hjá gyðingum og Konfusiusi. Þar var hún sett fram með þeim hætti að við ættum ekki að gera öðrum það sem við vildum ekki að þeir gerðu okkur. Þekkt er sagan af af Hillel hinum virta rabbía. Heiðingi kom til hans og bauðst til að játa hans trú ef hann gæti farið með kenningar og texta trúar sinnar standandi á öðrum fæti. Hillel stóð á öðrum fæti og sagði: „Það sem þér er andstyggð skaltu ekki gera öðrum. Það er Torah, allt hitt eru nánari útskýringar. Farðu og lærðu þetta“. Í fjallræðunni skýrði Jesú Gullnu regluna þannig að menn ættu ekki bara að forðast það að gera öðrum það sem þeir vildu ekki að þeim væri gert heldur einnig að gera öðrum það sem þeir vildu að aðrir gerðu þeim. Ef samúð og kærleikur mótar viðhorf okkar og hegðun, og þegar við finnum til með öðrum, þá skiljum við að við erum ekki miðja alheimsins. Það er kennt að það sé fyrst þegar við verðum frjáls frá sjálfhverfunni að við séum tilbúin til að taka á móti hinu guðdómlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.