Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 13

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 13
13 leikskólum. Slík fræðsla á að mati einhverra stjórnmálamanna aðeins heima í kirkjum og inn á heimilum. Stundum finnst mér þetta vera megin viðfangsefni sumra þátttakenda í stjórnmálum. Hvað kennum við þá börnum um gullnu regluna? Ég er ekki viss um að ég myndi muna jafnvel eftir einhverjum siðareglum og sögunni um miskunnsama samverjann sem hefur fylgt mér frá barnsaldri eða frá því að ég lærði um hana í kristinfræðslunni í barnaskóla Garða hrepps. Það er kominn tími til að það sé skoðað og rætt hvers konar samfélag verður til þegar boðskapi fjallræðunnar verður minna haldið á lofti. Hvaða áhrif hefur það? Hver verður hugmyndafræðin sem þjóðfélagið verður grundvallað á? Kirkjan og kristni hafa verið mikilvægur hluti af íslensku samfélagi í þúsund ár. Lengi var kirkjan beinlínis hluti af íslenska ríkinu og kristinfræði hluti af skólanáminu. Á fáum árum hefur orðið mikil breyting á þessu tvennu. Við sem berum ábyrgð á íslensku þjóðkirkjunni þurfum, eins og aðrir, að takast á við síbreytilegt umhverfi. Okkur tekst það ekki alltaf vel. Um sumt má segja að við höfum ekki haldið vöku okkar og þurfum að standa betur að okkar verkum. Svo er það annað mál að öllum getur verið vandi á höndum þegar grundvallarfyrirkomulagi er breytt. Þegar ný lög voru sett um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar var um sama leyti gerður samningur um greiðslur sem íslenska ríkið skyldi greiða þjóðkirkjunni sem gjald fyrir kirkjujarðir. Mér hefur þótt það furðulegt að gjaldið sem ríkið greiðir fyrir þessar eignir skuli í ríkisreikningum fært sem hluti af framlögum á sviði innanríkisráðuneytisins. Ég teldi eðlilegra að þetta væri hjá fjármálaráðuneytinu eins og skuldbindingar sem ríkið tekur á sig vegna fjárfestinga. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að margir sem a.m.k. ættu að vita betur eru að túlka þessar greiðslur sem framlög ríkisins til rekstrar þjóðkirkjunnar en ekki afborgun af jarðakaupum sem þetta í raun eru. Okkur hjá þjóðkirkjunni hefur ekki tekist nægilega vel að útskýra eðli þessa máls og mikilvægt að við gerum betur í þeim efnum. Það er nefnilega alveg furðulegt að sjá það í fjölmiðlum ár eftir ár að sóknargjöld sem eru í eðli sínu félagsgjöld og afborganir af kaupsamningi sem er kirkjujarðarsamkomulagið, skulu skellt saman í eina tölu og svo rætt um það sem framlag ríkisins til kirkjunnar og jafnvel látið í það skína að þetta sé einhvers konar ölmusa. Nei, greiðslur samkvæmt kirkjujarðarsamkomulaginu eru afborganir og sóknargjöldin eru félagsgjöld. Það þarf að minna á það að það var ríkið sem vildi fella sóknargjöldin inn í staðgreiðsluna þegar sú skattkerfisbreyting var gerð. Á þeim tíma lá það fyrir að sóknargjöldin væru félagsgjöld og sóknarnefndir höfðu ákveðin rétt til að leggja þau á þá sem tilheyrðu félaginu, þjóðkirkjunni. Já, það hefur margt breyst á stuttum tíma. Sjálfsagt vitum við það eitt að fleira eigi eftir að breytast á næstu árum og jafnvel verða breytingar hraðari ef eitthvað er. Kirkja sem vill vera sterk og rækja af alúð hlutverk sitt í samfélaginu þarf að geta tekist á við breytingar. Það er okkar verkefni hjá þjóðkirkjunni að tryggja að svo verði. En kirkjan eins og aðrir þarf að geta gengið út frá því að samningar standi og að það sem var lagt til grundvallar í kerfisbreytingu haldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.