Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 14

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 14
14 15 Hlutverk þjóðkirkju í samfélagi sem er að breytast hratt er mikilvægt en ekki auðvelt. Boðskapur kristinnar trúar tekur ekki breytingum en hvernig þjónusta kirkjunnar er veitt og hvernig staðið er að því að veita þjónustuna hlýtur að þurfa að taka mið af breytingum í því samfélagi sem við viljum þjóna. Ég hef að undaförnu heyrt vaxandi gagnrýni á kirkjuþing og stjórnkerfi kirkjunnar. Oftast snýr sú gagnrýni að því að lítið þokist. Breytingar séu hægar, svör berist seint og að kirkjan sé svifasein. Þegar umhverfið breytist þá er ekki skynsamlegt að halda bara áfram að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir án tillits til þess að sú aðferð er kannski ekki líkleg til árangurs lengur. Óskar Magnússon er höfundur bókar sem heitir „Látið síga piltar“. Þessi skemmtilega bók kom út fyrir tveimur árum. Í sögu Óskars bregður fyrir manni sem heitir Lárus og var vinnumaður. Grípum niður í bókina: Með Geira í för var Lárus vinnumaður sem beið úti í bíl. Lalli var ómannblendinn og inn í sig og heimsótti aldrei fólk. „Ég fer aldrei inn á bæi sem ég hef ekki komið á áður,“ hafði hann sagt á sínum tíma og lét það duga. Nú árið 2015 þurfum við í þjóðkirkjunni einmitt að hafa hugrekki til að fara á bæi sem við höfum aldrei áður komið á. Við þurfum nefnilega að hafa kjark til að breyta vinnubrögðum og skipulagi, til að takast á við krefjandi verkefni og til að standa undir væntingum og því trausti til sem fólk ber enn til íslensku þjóðkirkjunnar. Við skulum ekki taka mið af Lárusi vinnumanni. Í tengslum við þetta kirkjuþing verður haldinn sérstakur fundur á mánudag kl. 13.00 um stöðu kirkjugarða. Þórsteinn Ragnarsson formaður kirkjugarðasambandsins mun hafa þar framsögu. Það er mikið áhyggjuefni hve erfið staðan er hvað varðar fjármál kirkjugarða. Hér er um mjög viðkvæm mál að ræða og afar brýnt að hægt verði að koma þeim í betri farveg. Mjög víða um landið er ekki hægt að veita eðlilega þjónustu eða viðhalda kirkjugörðum án þess að taka lán til reksturs þeirra. Dæmi eru um að ekki sé hægt að annast útfarir án frjálsra framlaga eða sjálfboðavinnu. Varla finnst nokkrum manni þetta ásættanlegt ástand. Ég er sannfærður um það að forsætisráðherra okkar er velviljaður þjóðkirkjunni. Það væri mikið þakkarefni ef við mættum leita til hans um liðsinni og leiðsögn um að finna góðan farveg fyrir þau mál er varða fjárhagsleg samskipti þjóðkirkjunnar, kirkjugarða og íslenska ríkisvaldsins. Á þessu kirkjuþingi eru óvenju fá mál fyrirliggjandi en eins og við þekkjum eru þau margvísleg. Sum munu hljóta mikla umræðu og skoðanaskipti, önnur minni. Ég vona að þetta kirkjuþing starfi vel og að niðurstaða þess verði til heilla fyrir þjóðkirkjuna. Takk fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.