Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Síða 16

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Síða 16
16 17 Að menn geti ekki borið virðingu fyrir öðrum. Þvert á móti, í rauninni. Því meiri virðingu sem hver og einn ber fyrir sjálfum sér og sinni trú og þeirri kirkju sem viðkomandi tilheyrir, þeim mun meiri virðingu getur sá hinn sami borið fyrir öðrum. Því þá hefur hann skilning á því hvað það þýðir að tilheyra söfnuði, hvað það þýðir að trúa og skilning á því að aðrir geti haft aðra trú, en að hún sé mikilvæg og beri að virða. Þess vegna vona ég að sjálfstraust kirkjunnar verði nægt til þess að almenningur á Íslandi skynji það að þetta sé eitthvað sem kirkjan trúir á sjálf, hún trúi á sjálfa sig og þar af leiðandi sé fólki óhætt að trúa líka. Og við höfum svo sannarlega ástæðu til að bera virðingu fyrir þjóðkirkjunni og kristinni trú. Menn mega ekki falla í þá gryfju að telja sig þurfa að biðjast afsökunar á kirkjunni og hlutverki hennar í gengum tíðina. Kristin trú hefur mótað þetta samfélag og lagt grunninn hér á landi og víðar að menntakerfi, velferðarkerfinu, mannréttindum, vísindum, stjórnsýslu, innviðum og þjóðskipulagi. Allur grundvöllur, allar stoðir kristinna samfélaga eiga rætur í trúnni og starfi kirkjunnar. Tökum sem dæmi menntun, í hvaða landi sem er. Í Bandaríkjunum m.a. eru allir elstu og virtustu háskólar landsins sprottnir upp úr trúarhreyfingum – úr kristinni kirkju. Það á við um skóla sem eru mörg hundruð ára gamlir, líka yngri menntastofnanir, ég leit yfir lista yfir þá skóla sem teljast bestir í Bandaríkjunum skv. einhverri einkunnagjöf, og las mottóin þeirra, kjörorð þessara skóla. Ég ætla að lesa hér nokkur dæmi, þetta eru s.s. virtustu menntastofnanir Bandaríkjanna. „Við treystum á Guð“ segir einn háskólinn, „Í birtu þinni munum við sjá ljósið“ segir annar; „Lög án siðferðis eru gagnslaus“ segir sá þriðji. „Undir valdi Guðs blómstrar hún“ og er vísað þar til menntastofnunarinnar. „Ljósið og sannleikurinn“ er einfalt kjörorð Yale háskóla, og ef við förum yfir til Bretlands þá er sama upp á tengingum þar: Kjörorð Oxford háskóla sem birtist í merki skólans er: „Drottinn er ljós mitt“. Það sama á við um vísindastarf um aldir. Nú hefur tekist að draga upp þá mynd, allt of oft og allt of víða, af kirkjunni, eða kristni í gegnum tíðina að hún hafi á einhvern hátt verið í andstöðu við vísindi og framfarir. Ekkert gæti verið fjær sanni. Það er t.d. orðið algild og þekkt mýta að kirkjan hafi talið að jörðin væri flöt um aldir, svo aftarlega hefði hún verið á merinni hvað varðaði vísindi og framfarir. Þetta er bara vitleysa sem að rakin hefur verið aftur til 19. aldar, til bókar þar sem þessu var fyrst haldið fram. Raunin er hins vegar sú að allir menntaðir menn og allir kirkjunnar þjónar í kristni, allt aftur til upphafsins, allt aftur til Rómaveldis hafa vitað að jörðin væri hnöttótt. Það hefur aldrei nein kirkja, hvorki sú kaþólska né önnur, boðað það að jörðin væri flöt og það væri hættulegt að sigla, því menn gætu dottið fram af brún jarðarinnar. En þetta er til marks um þann áróður, það er ekki hægt að kalla þetta annað, þannig varð þessi saga til, sem áróður, sem að hefur fengið að grassera um of. Sama varðandi mannréttindi, kirkjan, kristni hafa verið leiðandi í því að berjast fyrir mannréttindum á Vesturlöndum alla tíð. Afnám þrælahalds, bann við þrælahaldi kom til eftir áralanga baráttu kirkjunnar og kristinna manna. Og þjóðskipulagið allt, velferðarkerfið á Norðurlöndum er sprottið upp úr Lútersku kirkjunni sem og stjórnsýslan, innviðirnir, allt sem hefur gert okkur kleift að byggja upp þetta góða samfélag sem að við búum við í dag. Þetta er allt saman eitthvað til að vera stoltur af. En það þarf að vera óhræddur við að segja þetta og kirkjan á að vera óhrædd við að minna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.