Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 17

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 17
17 á mikilvægi sitt og gildi sitt - og jafnvel að vera stundum viðkvæmari fyrir árásum og gagnrýni. Hvað á ég við með því? Jú, nú er mikið lagt upp ú því að menn beri virðingu fyrir því sem áður voru kölluð frumstæð trúarbrögð. Og það sama á við um stóru trúarbrögðin, ýmis austræn speki hefur verið svo að segja í tísku síðastliðin ár, og margt gott þar að finna eins og við heyrðum dæmi um hér áðan. Gyðingahatur er þekkt fyrirbæri sem menn passa sig almennt á og jafnvel stundum gengið heldur langt í að fordæma hluti sem gyðingahatur, en passa sig á því hvernig talað er um þau trúarbrögð. Nú, hvað varðar íslam, þá hefur það verið skilgreint sem geðröskun að gagnrýna íslam, kallað íslamofobia. Menn þurfi beinlínis að vera geðveikir að tala á gagnrýninn hátt um íslam. En hvað með kristni? Það virðist mega segja hvað sem er um kristni í þeim löndum sem að hafa kallað sig kristin og jafnvel að mönnum finnist þeir þurfa að leggja sig eftir því að hnýta í kirkjuna. í Bandaríkjunum, því stóra landi, dugar að einhver svokallaður söfnuður sjö manna segi eitthvað undarlegt eða haldi einhverja skrýtna athöfn, þá er það gripið á lofti og notað til að gagnrýna og ráðast á kirkjuna. Í fjölmiðlum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, er iðulega dregin upp sú mynd af kirkjunni eða kirkjunnar þjónum að þeir séu á einhvern hátt ekki bara afturhaldssamir, heldur í andstöðu við samfélagið. Þetta finnst mér, þrátt fyrir að umburðarlyndi sé auðvitað kjarninn í kristni, að kirkjan eigi ekki að umbera. Mér finnst að það þurfi að ræða þetta opinskátt og benda á hversu mikill munur er á því hvernig menn leyfa sér að tala um kristnina og önnur trúarbrögð. Að nokkru leyti er þetta til komið vegna hroka á Vesturlöndum, hroka Vesturlandabúa sem eru farnir að líta á samfélag sitt, samfélagsgerðina og allt það góða við samfélögin sem óhjákvæmilega afleiðingu þróunar. Að við séum komin á það þróunarstig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af eða velta fyrir okkur hlutum eins og trúarbrögðunum sem voru uppspretta alls þessa. Við getum leyft okkur að sýna umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum, það sé bara vegna þess að fólk sé ekki komið á sama þróunarstig og þeir sem geta leyft sér að hætta þessum trúarbrögðum. Þetta er hinn augljósi hroki í þessari afstöðu. Við verðum nefnilega að gera okkur grein fyrir því að ekkert er sjálfgefið við það hvernig samfélag okkur hefur tekist að byggja upp hér. Og við verðum að gera okkur grein fyrir ómetanlegu hlutverki kirkjunnar í þeirri uppbyggingu í þúsund ár. Það er líka áhugavert að fylgjast með umræðum núna um stöðuna í Mið-Austurlöndum, þá hræðilegu atburði sem eiga sér stað þar. Fyrrverandi erkibiskup í Kantaraborg í Englandi, skrifaði grein nýlega þar sem hann benti á vanda kristins fólks í þessum löndum, sem að væri að miklu leyti til komin vegna þess að menn þyrðu ekki, stjórnmálamenn ekki hvað síst, þyrðu ekki að tala um þá kristnu af ótta við að vera sakaðir um fordóma ef þær væru sérstaklega að nefna stöðu kristins fólks. Þess vegna væri kristið fólk nú á flótta í verri stöðu en nokkrir aðrir, þeir fengju ekki að hafast við í flóttamannabúðunum, leituðu þess vegna skjóls í húsum vítt og breitt um Líbanon og Jórdaníu og önnur lönd, en það kæmi enginn til þess að hjálpa þeim vegna þess að menn óttuðust að ef að þeir gerðu það þá yrði sagt, ‘Hvað eruð þið að gera hér, eruð þið bara að taka á móti kristnu fólki, eruð þið að velja kristið fólk til að hjálpa?’ Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni ef að menn eru orðnir það feimnir við trúna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.