Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 21

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 21
21 kirkjuþing samþykkt tillögu ríkisins um niðurskurð á kirkjujarðasamkomulaginu fimm sinnum. Á kirkjuþinginu þann 14. ágúst s.l. varð breyting á eins og kunnugt er. Beiðni ríkisins um afslátt af afgjaldinu var hafnað af kirkjuþingi fyrir yfirstandandi ár og í gær, á fundi sem ég sótti ásamt forseta kirkjuþings í innanríkisráðuneytið, var upplýst að ríkið óskar eftir viðræðum við Þjóðkirkjuna um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju, bæði hvað varðar kirkjujarðasamkomulagið og sóknargjöldin. Sóknargjöldin hafa undanfarin ár verið skorin niður meira en almennur niðurskurður í samfélaginu eins og kunnugt er. Í þeirri umræðu sem skapast hefur varðandi niðurskurð sóknargjaldanna blasir við að talsmann sóknarnefndanna vantar. Sóknargjöldin eru leikmannamál. Ég tel að það hafi sárvantað öflugan talsmann í þessu máli, sem rís upp á réttum stöðum og lætur í sér heyra og vinnur að því að endurheimta sóknargjöldin eins og lög gera ráð fyrir. Það er sjálfsagt að biskup og embættið fylgi þessu máli eftir, styðji kirkjur í vanda og tali máli þeirra, en öflugra væri að mínu mati að fólkið sem ber hitann og þungann af rekstri sóknanna segi sjálft frá þörfinni á að sóknargjöldin skili sér að fullu. Um land allt er fórnfúst fólk sem vill vinna kirkju sinni gagn og teystir kirkjunni sinni til góðra verka og stuðnings við menn og málefni. Það er sterkt að heyra raddir þess fólks lýsa því hve nauðsynlegt kirkjulegt starf er í landinu og kirkjuleg þjónusta. Eins má ekki gleyma því að sóknarnefndarmenn um land allt vinna að varðveislu og viðhaldi mikilla menningarverðmæta sem eru kirkjurnar og kirkjugarðarnir um land allt. Á þessu kirkjuþingi liggja fyrir 2 tillögur um val og veitingu prestsembætta. Það tvöfalda kerfi sem við búum við nú í þessum málaflokki er til mikilla vandræða. Eftir þessum reglum er ekki hægt að vinna lengur. Ég vona að kirkjuþinginu beri gæfa til þess að finna betra fyrirkomulag við val og veitingu prestsembætta. Eitt af því sem hefur breytt kirkjunni undanfarna áratugi er vígsla kvenna til þjónustu í kirkjunni. Það hefur verið kirkjunni til bóta að hafa fólk af báðum kynjum í þjónustu sinni. Í jafnréttisstefnu Þjóðkirkjunnar, sem samþykkt var á kirkjuþingi segir að jafnréttisstefna kirkjunnar eigi að stuðla að jafnrétti eins og rétt og skylt sé í samræmi við líf og boðskap Jesú Krists. Á undanförnum þremur árum hefur orðið mikil hreyfing á prestahópnum, – prestar hafa flust úr stað og nýir bæst í hópinn. Frá því ég tók við embætti hefur verið skipað í 41 embætti, – 24 konur og 17 karlar. Um nokkra nýliðun er að ræða í hópnum eða tíu, þar af 7 konur. Þá hafa á undanförnum árum tvær konur orðið biskupar, nýtt kirkjuráð er skipað konum í meirihluta og á þessu ári bættust tveir nýir prófastar í hópinn, báðir konur. Af starfandi prestum þjóðkirkjunnar eru nú um 2/3 karlar og 1/3 konur. Kirkjuþing er æðsta valdastofnun Þjóðkirkjunnar. Á kirkjuþinginu 2013 var samþykkt að beina því til innanríkisráðherra að flytja frumvarp til laga um breytingu á þjóðkirkjulögum. Meginatriði tillögunnar voru þau að fella brott ákvæði um úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd, ákvæði um verkefni biskupafundar og að færa fjárstjórnarvald til kirkjuþings. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi en hefur ekki hlotið framgang þar. M.a. hafa komið fram athugasemdir um, bæði hjá innanríkisráðuneyti og allsherjarnefnd Alþingis, að réttaröryggi sé skert ef menn eru sviptir þeim rétti að bera mál undir úrskurðarnefnd. Með hliðsjón af þeim tíma sem liðinn er svo og því að kosið hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.