Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 22

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 22
22 23 verið til nýs kirkjuþings og kirkjuráðs, frá því kirkjuþing ályktaði eins og fyrr segir, og því að ýmsar forsendur hafa breyst á tímabilinu tel ég ekki rétt að fara fram á framlagningu frumvarpsins á yfirstandandi þingi. Rökin fyrir því eru þau að fjárhagsleg samskipti kirkju og ríkis eru nú til umfjöllunar, hvað varðar sóknargjöld og kirkjujarðasamninginn frá 1997. Alvarlegar athugasemdir hafa komið fram, bæði hjá Alþingi og innanríkisráðuneytinu um galla á frumvarpinu. Kirkjuþing hefur sett af stað vinnu við endurskoðun þjóðkirkjulaga eins og þingheimi er kunnugt og hefur sú vinna staðið yfir um langt árabil. Er það eðlilegt þar sem líta má á þjóðkirkjulögin eins og stjórnarskrá kirkjunnar og því eðlilegt að varlega sé farið. Mál um vinnu að endurskoðun þjóðkirkjulaganna er fyrir kirkjuþingi 2015. Þá er sömuleiðis í gangi vinna við stefnumótun þjóðkirkjunnar og er áfangaskýrsla starfshóps til umfjöllunar á þessu þingi. . Allsendis er óljóst hvað tæki við ef frumvarpið yrði samþykkt. Engar tillögur að starfsreglum eða almenn sýn á skipan mála hefur verið sett fram um það hvernig fjárstjórnarvaldi kirkjuþings yrði háttað. Er því fullkomin óvissa um þau mál sem verður að telja slæmt. Eins og fram hefur komið eru einnig skiptar skoðanir um það hver fari með fyrirsvar af hálfu kirkjunnar hvað varðar kirkjujarðasamninginn, þótt það sé nokkuð skýrt í samningnum sjálfum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því fyrra kirkjuþing samþykkti ályktunina. Er því að mínu mati, rétt að staldrað sé við áður en áfram er haldið með svo veigamiklar breytingar á þjóðkirkjulögum sem áðurnefnt frumvarp felur í sér. Ég tel að niðurstaða um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju verði að nást áður en farið er að hrófla við ákvæðum laga um fjármál þjóðkirkjunnar. Ég tel, með hliðsjón af því að endurskoðun þjóðkirkjulaga og stefnumótun þjóðkirkjunnar stendur yfir, sé ekki ráðlegt að breyta verulega þeim atriðum sem frumvarpið gerir ráð fyrir bæði hvað varðar fjármál en einnig grundvallaratriði í kirkjuskipan. Það góða fólk sem stendur að endurskoðunarvinnunni með umboð kirkjuþings og ábyrgð gagnvart því, verður að fá vinnufrið að mínu mati. Að auki er skynsamlegt að leiða til lykta og fá úr því skorið, hver fari með fyrirsvar og ábyrgð kirkjujarðasamningsins. Ég mun því vart geta stutt framgang þessa máls nema eitthvað það komi fram á þessu kirkjuþingi sem breytt getur stöðu mála hvað þetta varðar. Á síðasta ári voru kosnir nýir fulltrúar kirkjuþings í kirkjuráð. Ein af embættisskyldum biskups Íslands er að leiða störf kirkjuráðs. Sú skipan mála er í samræmi við skipulagið í nágrannalöndum okkar, s.s. Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi, þar sem biskup er í forsæti í kirkjuráðunum. Í Danmörku er kirkjan mun tengdari ríkisvaldinu og eru innri málefni kirkjunnar því á höndum ríkisins. Í Noregi leiðir leikmaður kirkjuráðið þar sem biskup á sæti og eru ýmsir meinbugir á þeim ráðahag að mati þeirra leikra og lærðra sem ég hef rætt við um málið. Ekki er ofsagt að samstarfið í kirkjuráði hafi verið brokkgengt það ár sem liðið er frá því það tók til starfa. Mismunandi skilningur á hlutverki kirkjuráðs hefur einkennt starfsárið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.