Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 23

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 23
23 og hafa biskup og kirkjuráð nú sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættisins liggja. Sú vinna mun hefjast fljótlega og vona ég að í kjölfar þeirrar vinnu verði skýrara hvar ábyrgð mála liggur. Alltaf verður það þannig að skoðanir eru ólíkar og um þær verður tekist, það er eðlilegt og er verkefni okkar allra að taka tillit til annarra og finna farsælar leiðir fyrir þjóðkirkjuna á breytingar tímum. Hins vegar getur það varla gengið þegar stjórnvald verður sjálfu sér sundurþykkt, eins og birtist í máli númer níu hér á kirkjuþingi. Þar eru meðal flutningsmanna fulltrúar úr kirkjuráði, sem vilja þrátt fyrir að þjóðkirkjulögin í heild séu til umfjöllunar í löggjafarnefnd, mæla fyrir því að starfsskyldum biskups Íslands verði nú breytt á þann máta að biskup eigi ekki lengur sæti í kirkjuráði. Í þessu máli tel ég birtast það vantraust sem ég hef mætt í störfum mínum í kirkjuráði. Ég tel það ómálefnalegt og ómaklegt vantraust sem ég hef þurft að glíma við hingað til og nefni þetta hér því mér finnst mikilvægt að upplýsa kirkjuþing um þessa stöðu mála. Það er mér ljúft og skylt að sinna verkefnum kirkjuráðs samhliða öðrum skyldum mínum sem biskup Íslands. Verkefni kirkjuráðs eru í sjálfu sér ekki erfið eða flókin, en langvarandi sundurlyndi hefur slæm áhrif á alla. Sundurlyndi innan kirkjunnar er ekki það sem þjóðkirkjan þarf á að halda um þessar mundir. Nú þurfum við að standa saman. Það er brýnt að við sem erum í lykilstöðum í kirkjunni og sinnum trúnaðarstörfum fyrir hana leggjum til hliðar ágreining og mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum og einbeitum okkur að því að standa saman um það að koma fjárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju í viðunandi horf. En fyrst og fremst þurfum við að standa saman í því sameiginlega verkefni okkar að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist hvarvetna í sveit og borg. Það eru gömul sannindi og ný að sameinuð stöndum við, en sundruð föllum við. Guð blessi ykkur, kirkjuþingið og störf þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.