Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 31

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 31
31 Nú er sóknarpresti eða presti veitt lausn frá embætti, leyfi frá störfum eða hann forfallast af öðrum ástæðum og getur þá biskup Íslands falið öðrum presti að gegna embættinu til allt að eins árs í senn. Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2018. Mál þetta var ekki afgreitt á Alþingi og mun Kirkjuráð því óska eftir því við innanríkisráðherra að hann flytji málið aftur á þessu þingi með þeirri breytingu að ákvæðið falli úr gildi 1. janúar 2019. Aukakirkjuþing 2015 Aukakirkjuþing 2015 var haldið í Grensáskirkju föstudaginn 14. ágúst sl. Eitt mál var á dagskrá þingsins en það var tillaga innanríkisráðherra til þingsályktunar um viðaukasamning við samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Tillagan fjallaði um beiðni innanríkisráðherra um að þjóðkirkjan veitti ríkisvaldinu afslátt af afgjaldi kirkjujarða sjötta árið í röð. Kirkjuþing hafnaði tillögu ráðherra. Mál lögð fram af kirkjuráði á kirkjuþingi 2015 1. mál. Skýrsla kirkjuráðs. 2. mál. Skýrsla kirkjuráðs um fjármál þjóðkirkjunnar. Svið kirkjuráðs Undir kirkjuráð heyra samkvæmt skipuriti þrjú svið; fjármálasvið, fasteignasvið og upplýsingatæknisvið. Fjármálasvið Fjárlagafrumvarp 2015 og fjárhagsáætlanir 2016 Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016 hefur verið lagt fram og var það rætt í kirkjuráði 18. ágúst sl. Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir sjóða kirkjunnar fyrir árið 2016 fór fram á kirkjuráðsfundum 25. ágúst og 14. október sl. Áætlanirnar fyrir 2016 verða kynntar á kirkjuþingi 2015 og þær ræddar þar. Að jafnaði er gengið frá endanlegum fjárhagsáætlunum og úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sókna og Kirkjumálasjóði á desemberfundi kirkjuráðs. - Sóknargjöld þjóðkirkjusafnaða Kirkjuráð sendi þann 1. desember 2014 erindi til forsætis-, fjármála- og innanríkisráðherra með ósk um að sóknargjöldin verði leiðrétt í samræmi við tillögur starfshóps innanríkisráðherra um leiðréttingu sóknargjalda. Einnig að gerður yrði samningur um greiðslur á þeirri umframskerðingu sóknargjalda sem orðið hefur og rakið er í skýrslu nefndar ráðherra frá maí 2014. Stefnt yrði að því að samningurinn yrði kominn til framkvæmda fyrir kirkjuþing 2015. Í framhaldi af því var þáverandi innanríkisráðherra veitt heimild ríkisstjórnarinnar til að hefja undirbúning að gerð samkomulags ríkis og kirkju um að umframskerðing sóknargjalda yrði jöfnuð út. Enn hefur slíkt samkomulag ekki verið gert. Þann 24. apríl sl. fór forseti kirkjuráðs á fund innanríkisráðherra og afhenti bréf frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.