Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Qupperneq 37

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Qupperneq 37
37 Nefndarálit allsherjarnefndar um skýrslu kirkjuráðs. Á fund nefndarinnar kom frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Kirkjuþing 2015 hefur fjallað um skýrslu kirkjuráðs og fylgigögn með henni ásamt ávörpum og ræðum við upphaf kirkjuþings. Nefndin þakkar ávarp Magnúsar E. Kristjánssonar, forseta kirkjuþings og þá hvatningu sem kom fram í orðum hans. Magnús lagði áherslu á að kirkjan sé fyrir alla. „Það er kominn tími til að það sé skoðað og rætt hvers konar samfélag verður til þegar boðskapi fjallræðunnar verður minna haldið á lofti.“ Magnús ítrekar það í ræðu sinni að sóknargjöldin séu félagsgjöld og greiðslur fyrir kirkjujarðasamkomulagið séu afborganir af jarðakaupum en ekki framlag ríkisins til þjóðkirkjunnar. „Mér hefur þótt það furðulegt að gjaldið sem ríkið greiðir fyrir þessar eignir skuli í ríkisreikningum fært sem hluti af framlögum á sviði innanríkisráðuneytisins. Ég teldi eðlilegra að þetta væri hjá fjármálaráðuneytinu eins og skuldbindingar sem ríkið tekur á sig vegna fjárfestinga. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að margir sem a.m.k. ættu að vita betur eru að túlka þessar greiðslur sem framlög ríkisins til rekstrar þjóðkirkjunnar en ekki afborgun af jarðakaupum sem þetta í raun eru. Okkur hjá þjóðkirkjunni hefur ekki tekist nægilega vel að útskýra eðli þessa máls og mikilvægt að við gerum betur í þeim efnum“. Í ávarpi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, við upphaf kirkjuþings kom m.a. fram að á tímum efnahagsþrenginga hefði kirkjan sjálf boðist til að gefa eftir af fjármunum sínum og hefði fyrir það ekki fengið nægjanlega þakkir. Staða kirkjunnar væri lagalega sterk og nú gætu stjörnvöld ekki lengur gengið á lagið.  Hann lýsti yfir velvilja sínum í garð þjóðkirkjunnar enda áhrif hennar á samfélagið mikil í þúsund ár og hvatti hana til þess að efla sjálfstraust sitt. Í setningarræðu biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur kom eftirfarandi m.a. fram: „Beiðni ríkisins um afslátt af afgjaldinu var hafnað af kirkjuþingi fyrir yfirstandandi ár og í gær, á fundi sem ég sótti ásamt forseta kirkjuþings í innanríkisráðuneytið, var upplýst að ríkið óskar eftir viðræðum við Þjóðkirkjuna um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju, bæði hvað varðar kirkjujarðasamkomulagið og sóknargjöldin“. „Það hefur reynst þessari þjóð blessun að byggja á þeim gildum er Kristur birti og boðaði. Við skulum ekki fyrirverða okkur fyrir fagnaðarerindið og ekki heldur leggja niður fræðslu um það“. Skýrsla kirkjuráðs kom mjög seint fram og því gafst kirkjuþingsfólki lítill tími til undirbúnings. – Kirkjujarðasamkomulagið Framundan eru viðræður við ríkið um kirkjujarðasamkomulagið. Ráðuneytin hafa sett á fót nefnd varðandi þetta mál. Í undirbúningi er að skipa viðræðunefnd af hálfu kirkjunnar. Í skýrslu kirkjuráðs kemur fram að ágreiningur sé innan ráðsins um ábyrgð kirkjuráðs á kirkjujarðasamkomulaginu og verið sé að vinna í því að leysa hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.