Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 42

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 42
42 43 Hvað veldur? Eins og fram kemur í greinargerð með tillögunni um fjölgun meðlima þjóðkirkjunnar eiga systurkirkjur hennar á Norðurlöndum við samskonar fækkunarvanda að stríða og orsakir hans eru sjálfsagt svipaðar. Meðal annars fjölgar hér sem annars staðar á Norðurlöndum íbúum af erlendu bergi brotnu sem tilheyra öðrum trúarfélögum en hinu lúthersk-evangelíska. Í ítarlegri greiningu Rúnars Vilhjálmssonar prófessors á stöðunni kemur fram að hann telur að kirkjan hafi ekki fundið svör við nútímavæðingunni, það er að segja þróuninni úr hefðbundnu í síð-iðnvætt og jafnvel síð-nútímalegt samfélag. Jafnframt hafi ör tækniþróun og umfangsmiklar samfélagsbreytingar á sviðum framleiðslu, búsetu, samgangna, stofnanagerðar og félagslegra samskipta, hjásett kirkjuna sem stofnun. Aukin veraldarhyggja, skynsemishyggja og vísindahyggja hafi meðal annars leitt til hnignunar hefða og aukinnar áherslu á einstaklingsbundin réttindi og valfrelsi í stað samfylgdar á trúarlegum forsendum. Saman hafi þróunin gengið í átt til jaðarsetningar hins trúarlega ásamt hnignunar kennivalds kirkjunnar og uppflosnunar trúarlegra hefða. Rannsóknir hafa sýnt að kirkjan og kristin samtök hafa fjarlægst hið opinbera rými, t.d. fræðslukerfi samfélagsins, og orðið undir í fjölbreyttri samkeppni um félagslega virkni einstaklinga og hópa. Tiltölulega fáir Íslendingar segjast trúa á persónulegan Guð sem hægt sé að snúa sér til þótt margir trúi á annars konar Guð eða yfirnáttúrulegt afl. Fáir stunda „persónubundna kirkjusókn“ og minnihluti biður vikulega. Margir finna að því að kirkjan veiti ekki svör við siðferðilegum og félagslegum vandamálum samtímans en siðferðileg afstæðishyggja virðist samt ríkjandi meðal almennings, það er að segja að það fari eftir aðstæðum hvað teljist rétt og rangt. Eftir aldamót hafa svo skotið upp kollinum félög sem leggjast beinlínis gegn þjóðkirkjunni og kristinni trú. Slík félög hafa verið áberandi á seinni árum og rödd þeirra verið hávær, bæði í gegnum fjölmiðla sem og fótgönguliða sem fara um og hvetja til úrsagnar úr þjóðkirkjunni – og ganga með þar til gerð eyðublöð á sér – á sama tíma og hvatt er til skráningar í þeirra eigin félög. Eins og kemur fram í greiningu Rúnars Vilhjálmssonar þá felast þó tækifæri fyrir kirkjuna í því að: h mikill meirihluti þjóðarinnar tilheyrir enn Þjóðkirkjunni, h trú á Guð er enn almenn (yfir 70%), h meirihluti telur enn að trú sé mikilvæg í sínu lífi (er andlega sinnaður), h meirihluti lætur fermast,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.