Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 45
45
Meginforsendur starfshópsins
• Í starfi hópsins kom fljótt í ljós að óraunhæft væri fyrir þriggja manna nefnd á
stuttum tíma að koma með lausnir að því viðamikla verkefni hvernig hægt væri
að fjölga meðlimum kirkjunnar. Þess í stað var lögð áhersla á að líta fremur til
nýliðunar innan kirkjunnar, í gegnum þær stoðir sem kirkjan býr nú þegar yfir.
• Grundvallaratriði er að veittur sé aukinn kraftur í fræðslu- og kynningarmál
kirkjunnar, bæði í formi mannafla og fjármagns.
• Festa og öryggi þarf að vera í fjármögnun fræðslu- og kynningarmála til lengri
tíma.
Þessar forsendur voru það sem starfshópurinn horfði til við vinnslu þessarar
skýrslu.
Tillögur starfshóps
Í starfi hópsins voru þrjú meginstef sem fjallað var um;
1. Aukið fjármagn og aukin áhersla á fræðslu og fjölmiðlun,
2. notkun félagatals þjóðkirkjunnar í sóknarnefndum og stuðningur við starfsfólk
og
3. efling æskulýðsfélaga og áhugamanna sem þátttakenda í umræðunni.
Verður vikið að öllum þessum þremur þáttum í þessum hluta skýrslunnar.
Aukið fjármagn og áhersla á fræðslu og fjölmiðlun
• Aukinn verði styrkur kirkjunnar í fræðslu og fjölmiðlun, svo hægt sé að fylgja
eftir fræðslu- og samskiptastefnum sem samþykktar hafa verið af kirkjuþingi
og almenn sátt ríkir um.
• Upplýsingaflæði til almennings verði aukið, hvort sem er í gegnum samfélags-
miðla eða fjölmiðla.
• Þátttaka kirkjunnar í umræðunni verði aukin. Segja frá starfi kirkjunnar á þann
hátt að það nái eyrum fólks.
• Gerð verði könnun í samstarfi við guðfræði- og félagsfræðideild HÍ ásamt
MMR þar sem skoðað verða viðhorf almennings til trúar og kirkjunnar og
hvaða ímynd kirkjan hefur í þeirra huga. Könnunin yrði nýtt sem grunnur og
viðmiðun í áframhaldandi fræðslu- og kynningarstarf kirkjunnar.
• Á ári hverju verði ráðist í kynningarstarf sem snýr að ákveðnum grunnatriðum
• kirkjunnar hverju sinni, t.d. hvað felist í aðild, félagsstarf innan kirkjunnar, og
• hvað felist í athöfnum líkt og skírn og fermingu.
• Haldinn verði einn stór viðburður á hverju ári sem með einhverjum hætti er
táknrænn fyrir starfið og tengist áhersluatriði þess árs. Viðburðurinn verði
hápunktur hvers kynningartímabils fyrir sig, sem leiði af sér jákvæða umfjöllun
og kynningu í gegnum þá miðla sem fyrir hendi eru í þjóðfélaginu.