Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 45

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 45
45 Meginforsendur starfshópsins • Í starfi hópsins kom fljótt í ljós að óraunhæft væri fyrir þriggja manna nefnd á stuttum tíma að koma með lausnir að því viðamikla verkefni hvernig hægt væri að fjölga meðlimum kirkjunnar. Þess í stað var lögð áhersla á að líta fremur til nýliðunar innan kirkjunnar, í gegnum þær stoðir sem kirkjan býr nú þegar yfir. • Grundvallaratriði er að veittur sé aukinn kraftur í fræðslu- og kynningarmál kirkjunnar, bæði í formi mannafla og fjármagns. • Festa og öryggi þarf að vera í fjármögnun fræðslu- og kynningarmála til lengri tíma. Þessar forsendur voru það sem starfshópurinn horfði til við vinnslu þessarar skýrslu. Tillögur starfshóps Í starfi hópsins voru þrjú meginstef sem fjallað var um; 1. Aukið fjármagn og aukin áhersla á fræðslu og fjölmiðlun, 2. notkun félagatals þjóðkirkjunnar í sóknarnefndum og stuðningur við starfsfólk og 3. efling æskulýðsfélaga og áhugamanna sem þátttakenda í umræðunni. Verður vikið að öllum þessum þremur þáttum í þessum hluta skýrslunnar. Aukið fjármagn og áhersla á fræðslu og fjölmiðlun • Aukinn verði styrkur kirkjunnar í fræðslu og fjölmiðlun, svo hægt sé að fylgja eftir fræðslu- og samskiptastefnum sem samþykktar hafa verið af kirkjuþingi og almenn sátt ríkir um. • Upplýsingaflæði til almennings verði aukið, hvort sem er í gegnum samfélags- miðla eða fjölmiðla. • Þátttaka kirkjunnar í umræðunni verði aukin. Segja frá starfi kirkjunnar á þann hátt að það nái eyrum fólks. • Gerð verði könnun í samstarfi við guðfræði- og félagsfræðideild HÍ ásamt MMR þar sem skoðað verða viðhorf almennings til trúar og kirkjunnar og hvaða ímynd kirkjan hefur í þeirra huga. Könnunin yrði nýtt sem grunnur og viðmiðun í áframhaldandi fræðslu- og kynningarstarf kirkjunnar. • Á ári hverju verði ráðist í kynningarstarf sem snýr að ákveðnum grunnatriðum • kirkjunnar hverju sinni, t.d. hvað felist í aðild, félagsstarf innan kirkjunnar, og • hvað felist í athöfnum líkt og skírn og fermingu. • Haldinn verði einn stór viðburður á hverju ári sem með einhverjum hætti er táknrænn fyrir starfið og tengist áhersluatriði þess árs. Viðburðurinn verði hápunktur hvers kynningartímabils fyrir sig, sem leiði af sér jákvæða umfjöllun og kynningu í gegnum þá miðla sem fyrir hendi eru í þjóðfélaginu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.