Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 49
49
Ráðgjöf
Gerð aðgerða- og tímaáætlunar ásamt gagnaöflun henni tengdri. 2 milljónir.
Könnun
Miðað við 8 spurningar í spurningavagni hjá MMR sem nær til 1.000 manns um
land allt, skipt niður eftir aldri, kyni, búsetu o.fl. 500 þúsund.
Viðburðir
Mikilvægt er að viðburðir sem þessir séu vel skipulagðir og framkvæmdir. Með
kynningu, kynningarefni, umfjöllun, atriðum, utanumhaldi og allri tengdri starfsemi.
5,5 milljónir per ár.
Árlegt kynningarátak
Árlegt kynningarátak ákveðinna grunnatriða þjóðkirkjunnar, kynningarefni,
markaðsvinna og allt utanumhald, 9,5 milljónir per ár.
Markþjálfun
Lagt er til að fengin verði einstaklingsmarkþjálfun fyrir 8-10 lykilstarfsmenn innan
kirkjunnar (10 tímar yfir 6 mánaða tímabil) ásamt hópmarkþjálfun í formi fyrirlestra
hringinn í kringum landið, miðað við 10-15 staði auk kynningarefnis. 2,5 milljónir.
Fjölmiðlun og samfélagsmiðlar
Þegar kemur að umfjöllun um kirkjuna og starf hennar þarf að leita til fagfólks
svo vel sé gert, hvort heldur sem er utanaðkomandi ráðgjafi eða sérstakur
upplýsingafulltrúi starfandi innan kirkjunnar. Þátttaka í samfélagsumræðu,
hagsmunagæsla, krísustjórnun og kynning á starfi kirkjunnar. Efni til dreifingar á
samfélagsmiðlum.
5 milljónir per ár.
Nýir notkunarmöguleikar vefsins og nýtt efni
Skýrsla um hverjir eru möguleikar vefsins í dag og hugsanlegar breytingar á
honum.
Efni fyrir hlaðvarp og vefmyndbönd. Útbúinn leiðarvísir um notkun vefsins.
2 milljónir per ár.
Kynningarstarf í sóknum
Þjálfun í notkun félagatals, upplýsingasöfnun og úrvinnslu og aðferðafræði við að
hafa beint samband við sóknarbörn. Kynnt verði sérstaklega fyrir sóknarbörnum
hverrar sóknar fyrir sig hvað felist í aðild og hvaða ávinningur sé af því að vera
meðlimur innan þjóðkirkjunnar, kynningarefni. 2 milljónir.