Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 54
54 55
Kirkjuþing unga fólksins 2015
5. mál - þskj. 21
Þingsályktun
um trúnað og rafræn samskipti
Kallað er annars vegar eftir því að Þjóðkirkjan taki á trúnaði meðal starfsmanna
hennar. Starfsmenn sjá bæði margt og taka við ýmsum upplýsingum sem ber að
fara með sem trúnaðarmál en það kemur fyrir að ekki er brýnt fyrir starfsmönnum,
einkum ungum leiðtogum að þeim ber að sýna trúnað gagnvart þeim sem koma í
kirkjuna. Jafnframt er leitast við því að trúnaðargögn séu ekki látin liggja fyrir allra
augum á glámbekk í kirkjunni.
Hins vegar er kallað eftir Þjóðkirkjan móti stefnu um hvernig upplýsingatækni
er notuð í safnaðarstarfinu. Æskulýðsvettvangurinn, samstarfvettvangur KFUM
og KFUK, Skátanna, UMFÍ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, hefur tekið
sér stefnu um rafræn samskipti við þátttakendur og myndbirtingu af myndum úr
starfinu. Er því kallað eftir því að Þjóðkirkjan móti stefnu um hvernig hún vill að
tekið sé á þessum málum innan kirkjunnar.
Kirkjuþing unga fólksins ályktar að innleiða eigi 17. og 18. grein siðaregla
Æskulýðsvettvangsins í siðareglur leiðtoga Þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing unga fólksins 2015
6. mál – þskj. 16
Þingsályktun
um samviskufrelsi presta
Kirkjuþing unga fólksins leggur til að reglur þær sem nú eru í gildi um samviskufrelsi
presta sem heimila prestum að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar
verði afnumdar, enda stríði þær gegn kenningu kirkjunnar um jafnrétti og gegn
lögum landsins sem segja að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kyns, kynþáttar,
trúar, stéttar né kynhneigðar.
Árið 2006 sendi kenningarnefnd frá sér ályktun sem var svo hljóðandi; „Þjóðkirkjan
styður hjónabandið sem sáttmála karls og konu á forsendum hins kristna kærleika.
Þjóðkirkjan styður ennfremur önnur sambúðarform á sömu forsendum. Þjóðkirkjan
styður þá einstaklinga af sama kyni sem vilja búa saman í ást og trúmennsku og