Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 61

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 61
61 Til þess að sinna vaxandi fjölda ferðamanna þarf að reisa þjónustuhús. Gestastofan litla gagnast ekki til þess. Leita þarf styrkja til þess að bæta aðstöðuna m.a. í sjóði til uppbyggingar ferðamanna- staða. Ný lög um verndarsvæði í byggð (frá júlí 2015) gefa nýja möguleika til að fá framlög úr ríkissjóði til viðhalds og framkvæmda á staðnum. Lykillinn að því að geta sótt um styrki er nýtt deiliskipulag. Deiliskipulag. Kirkjuráð samþykkti að nýta framlag ríkisins til stofnkostnaðar í Skálholti á þessu ári, sem er 4 m. kr. til þess að halda áfram með deiliskipulagsvinnuna. Í því sambandi er rétt að minna á að þetta framlag til Skálholts byggir á lögunum um afhendingu Skálholts frá 1963 og er ekki sambærilegt við framlög ríkisins til höfuðkirkna Hóladómkirkju, Hallgrímskirkju og Dómkirkjunnar í Reykjavík, þó að það sé nú sett á sama stað í fjárlögum. Þarna hefur saga málsins gleymst. Nauðsynlegt er að stjórnin fylgi þessu máli eftir við fjármálaráðuneytið og minni á hvers kyns þetta framlag er. Fasteignasviðið. Fasteignasvið hefur fyrir hönd kirkjumálasjóðs á sinni könnu eftirtalin verkefni á staðnum: o Viðgerðir og endurbætur á húsnæði Skálholtsskóla (lokið að mestu) o Endurnýjun dælubúnaðar og aðstöðu við Þorlákshver o Endurnýjun vatnslagna um staðinn o Endurbætur á húsnæði Skálholtsbúða og þriggja húsa þeim tengdum. Skálholtsjörðin. Svo segir í 7. grein erindisbréfs stjórnarinnar: Stjórnin geri tillögur um nýtingu Skálholtsjarðarinnar í tengslum við gerð nýs deiliskipulags fyrir Skálholt í samvinnu við leigutaka jarðarinnar og leggi fyrir kirkjuráð. Búskapurinn. Fyrir liggur sú ákvörðun að áfram sé kúabúskapur á Skálholtsjörðinni. Ljóst er að stærð og umfang búskaparins er á mörkum þess sem dugar að framfleyta fjölskyldu og hefur svo verið um allmörg ár. Þess vegna hefur bóndinn gengt stöðu staðarráðsmanns í hlutastöðu þar sem stærstur hluti verkefna hans hefur verið að tryggja að heitt vatn úr Þorlákshver sé til staðar til upphitunar á staðnum. Um önnur verkefni fer eftir starfslýsingu. Tilgangurinn með áframhaldandi búskap hefur fyrst og fremst verið sá að tryggja að hið ræktaða land í Skálholti sé í góðri hirðu. Sá skilningur hefur verið ríkjandi að best sé að tryggja þetta með þeim hætti að landnytjar nýtist bónda sem býr á staðnum og hefur hlutverk gagnvart honum. Nú liggur fyrir að við ábúendaskipti þurfti að endurnýja kúastofninn meir en vitað var fyrirfram. Sömuleiðis þrengja nýjar reglur um mjólkurframleiðslu og kúabúskap meir að rekstrinum en vitað var. Þetta vekur upp spurningar sem stjórnin þarf að glíma við og svara til þess að kirkjuráðið geti tekið ákvörðun um framhald búskapar í Skálholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.