Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Síða 62

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Síða 62
62 63 Vitað er að það fjós sem nú stendur í Skálholti mun innan fárra ára ekki standa undir kröfum. Kirkjuráð hefur lýst því yfir að það muni ekki standa að byggingu nýs fjóss, og hafi efasemdir um að það myndi samþykkja að bóndinn myndi sjálfur byggja, vegna þeirra skuldbindinga sem það hefur í för með sér gagnvart kirkjumálasjóði sem er skráður eigandi fasteigna í Skálholti. Stjórnin hefur rætt ýmis möguleg úrræði til viðhalds búskapar í Skálholti sem fylgt verður eftir í samvinnu við Skálholtsbændur. Nýting jarðarinnar að öðru leyti. 1. Á sínum tíma var ákveðið í samvinnu við Suðurlandsskóga að Skálholt tæki þátt í því verkefni og að planta mætti út skógi í rúmlega 200 hektara í Skálholtslandi. Fyrstu plöntum í Suðurlandsskógum var einmitt plantað í Skálholti í maí 1998. Plöntun trjáa hófst þó mun fyrr eða í tíð Björns Erlendssonar bónda og ráðsmanns í Skálholti og hélst áfram þegar Guttormur Bjarnason og Signý Guðmundsdóttir tóku við búskapnum árið 1993. Plantað hefur verið í tæplega 40 hektara, einkum í Ásunum norðan og vestan við Skálholtsstað. Nú hefur sú breyting orðið að ef framhald á að vera á útplöntun þarf það að vera í samráði við Minjastofnun eftir að skráning fornminja í landi Skálholts hefur farið fram. 2. Í tengslum við þá vinnu við gerð deiliskipulags sem nú fer fram á grundvelli samþykktar kirkjuráðs frá fundi þess í ágúst 2015 þarf að fara fram skráning allra fornminja í landi Skálholts. Fornminjastofnun Íslands sem annaðist skráningu og hnitsetningu allra friðlýstra fornminja í Skálholtslandi fyrr á þessu ári, metur það svo að fjöldi fornleifa sem skrá þurfi sem ekki minni en 130. Stjórnin hefur ákveðið að sækja um styrki til þessa verkefnis en kostnaður við skráningu hvers einstaks staðar þar sem forminjar eru sé um það bil tíu þúsund krónur. 3. Eins og fyrr er framkomið er mikill áhugi fyrir því að umhverfisstefna Þjóðkirkjunnar sem staðfest var af Kirkju þingi árið 2009 komi til framkvæmda í Skálholti með afgerandi hætti. Þar er efst á baugi endurheimt votlendis og friðun neðsta hluta Skálholts tungunnar þar sem mætast Brúará og Hvítá. Hlynur Óskarsson, deildar forseti umhverfis deildar Land búnaðarháskóla Íslands, fór um svæðin nú í september á kostnað síns embættis og mun skila skýrslu um það innan tíðar. Samkvæmt upplýsingum hans getur Skálholt fengið styrki til fram kvæmdanna sem standa undir þeim að öllu leyti. Þegar skýrsla hans berst verður hún lögð fyrir kirkjuráð og óskað samþykkis þess. Í sambandi við þessa áherslu verður þann 10. nóvember næstkomandi haldin ráðstefna um umhverfismál í Skál holtsskóla.Hér má einnig geta þess að til margra ára hefur mötuneyti og veitingasala Skálholtsskóla fylgt öllum reglum umhverfisverndar um úrgang. Skálholtsskóli. Enginn hefur gegnt stöðu rektors frá 2011 er fram fór úttekt og endurskoðun á rekstri Skálholts. Staða rektors var lögð niður með samþykkt kirkjuráðs 22. feb. 2012. Vígslubiskup og skólaráð hafa sinnt málefnum skólans, eins og kostur er, ásamt skrifstofustjóra. Ekki hafa verið áform uppi um að auglýsa stöðu rektors enda hefur fjárhagur komið í veg fyrir slíkt. Því fagnar stjórnin þeirri ákvörðun biskups Íslands, frá sumarbyrjun, að fela séra Halldóri Reynissyni, verkefnastjóra fræðslumála á Biskupsstofu, að sinna að hluta verkefnum Skálholtsskóla og hafa aðsetur í Skálholti. Stjórnin lýsir yfir ánægju með komu séra Halldórs og væntir góðs af störfum hans fyrir staðinn, sem muni efla starfsemina í Skálholti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.