Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 67
67
2. Forngripir úr Brynjólfskirkju (um 1650-1850), predikunarstóll, kertaljósakróna, tveir stórir
kertastjakar, kirkjuklukka.
3. Altari gamalt frá 1692, tveir messingkertastjakar. Tveir silfurstjakar, allur búnaður til altarisgöngu,
kaleikar, patína, kanna og oblátuöskjur (ómetanlegur dýrgripur með íslensku víravirki)
4. Skrúði prests og altaris, að hluta gjafir frá vígslu Skálholtskirkju 1963.
5. Biskupsstólar, forsetastólar frá um 1960
6. Stólar, hönnunarstólar (Borje Mogensen) gjöf frá Danmörku,1960 - 250 stk.
7. Safn í kjallara Skálholtskirkju með steinkistu Páls Jónssonar (dáinn 1211).
8. Biskupskápa, gjöf frá afkomendum sr. Bjarna Jónssonar, dómkirkjupresti, sem var jafnframt
vígslubiskup 1937-1965 í Skálholtsstifti hinu forna.
9. Skírnarfontur úr færeysku gabbrói, gjöf frá Færeyjum.
10. Skálholtsbúðir, skáli og þrjú sumarhús: almennt innbú tilheyrandi hverju húsi og flygill staðsettur
í Oddsstofu.
11. Bókasafn kr. 33,142 m skv. ársreikningi
○ Bókasafnið felur í sér mikið af elsta prentefni Hólaprenti og Skálholtsprenti
○ Biblíur, allar elstu biblíur á Íslandi (5 elstu biblíur) þ.m.t. Guðbrandsbiblíur tvær, önnur
árituð af Guðbrandi sjálfum og hin í upprunalegu bandi.
○ Þorláksbiblía, Steinsbiblía, Waisenhusbiblía, Viðeyjarbiblía.